Það hefur komist á sá skemmtilegi siður að vinkona mín hún Hildur Inga kemur í heimsókn á sunnudögum. Þá er auðvitað tilvalið tækifæri til að prófa nýjar kökuuppskriftir og gerði ég það í dag ein sog oft áður. Í þetta skiptið langaði mig í e-ð sem væri ekkert of sætt, en samt auðvitað bragðgott og settist ég því niður með nokkrar uppskriftabækur. Fann ég tilvalda uppskrift í þetta skiptið í uppskriftabókinni Better Homes and Gardens, New Cook Book, útgáfa frá árinu 1971 (margar skemmtilegar uppskriftir, MSG og svoleiðis í sumum þeirra :-)
Nema hvað, uppskriftin sem ég valdi var sem sagt uppskrift að kryddhnetukaka sem leit út fyrir að vera ekki of krydduð og ekki of þung, sem var einmitt það sem ég vildi.
Uppskriftin var eftirfarandi:
4 dl hveiti
2 dl sykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
3/4 tsk matarsódi
3/4 tsk negull
3/4 tsk kanill
~ 75 ml matarolía
~ 1 1/2 dl púðursykur
2 dl súrmjólk (notaði reyndar ab-mjólk)
3 egg
1 dl fínt skornar valhnetur
Kremið
2 dl hlynsýróp
3 eggjahvítur
Nema hvað, uppskriftin sem ég valdi var sem sagt uppskrift að kryddhnetukaka sem leit út fyrir að vera ekki of krydduð og ekki of þung, sem var einmitt það sem ég vildi.
Uppskriftin var eftirfarandi:
4 dl hveiti
2 dl sykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
3/4 tsk matarsódi
3/4 tsk negull
3/4 tsk kanill
~ 75 ml matarolía
~ 1 1/2 dl púðursykur
2 dl súrmjólk (notaði reyndar ab-mjólk)
3 egg
1 dl fínt skornar valhnetur
Kremið
2 dl hlynsýróp
3 eggjahvítur
Byrjaði á því að sigt saman þurrefnin ...
þ.e. hveiti, sykur, lyftiduft, matarsóda, salt, kanil og negul
Allt saman sigtað í skál
Bætti svo við þetta púðursykrinum ...
olíunni og ab-mjólkinni
Hrærði þetta svo vel saman ...
áður en ég bætti eggjunum þremur saman við
Hrærði áfram vel saman þangað til að þetta fína deig
var orðið til, loftkennt og skemmtilegt :-)
Þá var bara að saxa hneturnar, frekar fínt ...
og blanda þeim út í deigið ...
Skipti svo deiginu jafnt á milli tveggja hringforma og
skellti þeim svo inn í ofninn við 180°C, blástur
Eftir u.þ.b. 30 mínútur voru botnanir tilbúnir og litu svona út
Þá var að ná þeim úr formunum, sem heppnaðist
svona líka vel (þó ég segi sjálf frá)
Flottir ekki satt? :-)
Þá var lítið annað að gera en að leyfa
botnunum að kólna og byrja á kreminu ...
sýrópið sett á pönnu og hitað.
Á meðan sýrópið hitnaði setti ég eggjahvítur í skál
og stífþeytti ...
Að lokum var sýrópið farið að sjóða
og þá hellti ég því smátt og smátt saman
við eggjahvíturnar og hrærði svo vel
eða þar til það var farið að mynda mjúka toppa
Þá var að setja kremið á kökuna ...
setti fyrst krem á annan botninn ...
Skellti svo hinum botninum ofan á ...
Hellti restinni af kreminu ofan á
og notaði svo sleikju til að dreifa vel úr því og niður
á hliðarnar ...
Girnó!
Þá var lítið annað að gera en að skera sneiðar
og njóta! :-)
Þessi kom skemmtilega á óvart, ekki of sæt, nokkuð létt og hneturnar gáfu svo skemmtilega áferð, við Hildur Inga vorum mjög ánægðar með hana. Fór svo með kökuna yfir til mömmu og pabba og gáfu þau henni góða einkunn sömuleiðis, það er því óhætt að mæla með þessari!
Meira síðar.
Ummæli
Ser utrolig godt ut!