Kókoskjúklingur

Svona til að vera í stíl við þema vikunnar þá ákvað ég að elda kókoskjúkling í gær.  Reyndar var megin ástæðan sú að mig vantaði e-ð til að nota afganginn af kókosmjólkinni í, en það breytti því ekki að mér fannst þetta áhugaverð uppskrift og nammi nammi kókos :-)


Það skemmdi svo ekki heldur fyrir að uppskriftin var tiltölulega einföld:
2 dl kókosmjólk
Nokkrir saffron þræðir eða 1/ tsk turmeric (ég notaði saffron þræði)
3 dl kókosmjöl eða rifin kókoshneta
3 msk matarolía
3-4 kjúklingabringur
Salt og pipar
1 laukur, skorinn í bita eða saxaður

Byrjaði á að hita kókosmjólkina og saffronþræðina
í smá stund ... ákvað að nota saffron því ég hef svo sjaldan
notað það áður en hef hins vegar oft notað turmeric ...

Nauðsynlegt að hræra reglulega ... taka svo af hitanum
og láta bíða meðan kjúklingurinn og laukurinn eru skorin

Skellti kókosmjölinu á disk ...

Kjúklingnum ofan á 

Setti svo meira kjókosmjöl ofan á og notaði svo
puttana til að blanda þessu vel saman 

Hrærði nokkrum sinnum í kókossaffronmjólkinni 
meðan hún kólnaði ...

Svo var að steikja kjúklinginn .. .byrjaði á að ofhlaða pönnuna 

Þá var lítið annað að gera en að fækka bitunum ...

Kjúklingurinn tilbúinn, setti hann til hliðar á disk 

Þreif pönnuna og skellti svo lauknum á, auk þess sem
ég setti smá þurrkaðan chilli með ... 

Þegar laukurinn var orðinn mjúkur hellti
ég honum saman við kókosmjólkina
og setti þá pönnu aftur á hitann 

Lét svo suðuna koma upp og sjóða í smá stund saman

Skellti svo kjúklingnum saman við og leyfði að krauma 
í smá stund, á meðan sósan þykknaði aðeins.

Svona leit þetta út að lokum, örugglega gott að 
skreyta með kóríander eða e-u slíku :-)

Ef þið fílið kókos þá er þetta mjög góður réttur, eina sem fór í taugarnar á mér var að mér fannst þetta aðeins of brasaður matur - of mikið steikingarbragð, en ég hefði líklega sloppið við það ef ég hefði ekki asnast til að setja of mikið á pönnuna í einu og þar af leiðandi lent í vandræðum með hitann á pönnunni o.s.frv. .  Annars allt í allt einfaldur og áhugaverður réttur, sérstaklega svona á venjulegum vikudegi ... hugsa samt ég myndi breyta honum töluvert ef ég gerði hann aftur, t.d. myndi ég líklega nota ferska kókoshnetu og reyna e-n að minnka steikingardæmið allt saman með því t.d. að nota minni olíu ... :-)

Meira síðar.

Ummæli