Stundum er manni orða vant og þá er líklega best að byrja á því að tjá sig um það að mann skorti orð. Ástæða þess er þó ekki að e-ð hafi sjokkerað mig eða neitt svoleiðis, ég bara hreinlega var ekki viss hvernig ég ætti að byrja þetta blogg :-)
Líklega er best að snúa sér einfaldlega best að efni bloggsins, sem í þetta skiptið eru kjötbollur í endurnýttri sósu. Í stuttu máli þá rakst ég á þessa líka girnilegu uppskrift í nýrri uppskriftabók sem ég eignaðist um daginn, en hún heitir The Secret Ingredient og er eftir Sally Bee, en hún er bresk og er nokkuð einstök að mörgu leiti, en einkum fyrir það að hafa lifað af mjög alvarlegt hjartaáfall. Hún þarf því að passa nokkuð mikið upp á mataræði sitt og er með allskonar skemmtilegar og hollar uppskriftir í bókinni sinni. Það sem mér líkar alveg sérstaklega við samt í bókinni hennar er að hún er ekki með neinar öfgar eða neitt slíkt, bara að borða eðlilega og nota það sem er óhollara í miklu hófi. Hún notar til að mynda alveg rautt kjöt en borðar það bara í mesta lagi einu sinni í viku og hefur alltaf mikið grænmeti með. Það eru margar mjög girnilegar uppskriftir í bókinni og í þetta skiptið varð þessi kjötbolluuppskrift fyrir valinu. Ég verð samt að viðurkenna að hluti af ástæðunni fyrir að ég ákvað að prófa þessa uppskrift var að ég átti afgang af sterku salsasósunni úr síðasta bloggi og það vildi svo til að hún var nánast eins í grunninn og sósan með kjötbollunum og því tilvalið að nota afganginn :-)
Uppskriftin var eftirfarandi (breytt og aðlöguð af mér):
Kjötbollur
~550 gr nautahakk
2 laukar, fínt skornir
4 hvítlauksgeirar, fínt skornir
1 egg, slegið
1 tsk allrahanda (krydd)
1 tsk kanill
Pipar og salt
Slatti af steinselju, söxuð
Smá ólífuolía til steikingar
Sósan
1x400 gr niðursoðnir tómatar
Afgangur af sósunni síðan í fyrradag :-)
1 laukur, fínt skorinn
2 paprikur, skornar í litla bita
Smá Worcestershire sósa
Smá Balsamic vinegar
Örlítið basil krydd
Uppskriftin var eftirfarandi (breytt og aðlöguð af mér):
Kjötbollur
~550 gr nautahakk
2 laukar, fínt skornir
4 hvítlauksgeirar, fínt skornir
1 egg, slegið
1 tsk allrahanda (krydd)
1 tsk kanill
Pipar og salt
Slatti af steinselju, söxuð
Smá ólífuolía til steikingar
Sósan
1x400 gr niðursoðnir tómatar
Afgangur af sósunni síðan í fyrradag :-)
1 laukur, fínt skorinn
2 paprikur, skornar í litla bita
Smá Worcestershire sósa
Smá Balsamic vinegar
Örlítið basil krydd
Skera lauk og hvítlauk ...
og auðvitað steinselju, notaði góðan slatta :-)
Kjöt check! Grænmeti check! Egg check!
Öllu blandað saman í skál ásamt allrahanda
og auðvitað kanill
Allt reddí og svo var bara að nota hendurnar ...
til að blanda öllu saman og móta kúlur :-)
Svo hitaði ég ólífuolíu á pönnu og steikti bollurnar
smátt og smátt, pannan mín var ekki nógu stór til að
steikja allar í einu :-)
Steiki steiki steiki ... mmm hvað þetta var girnilegt!
Skellti þeim svo í ofnfast fat og skellti í
ofninn í smá stund, eða meðan ég bjó
til sósuna ... hafði hitað ofninn áður í 180°c
en slökkti á hitanum fljótlega eftir að ég
setti bollurnar inn ...
Þá var bara að undirbúa sósuna,skellti lauknum á pönnu ...
Skar paprikuna og bætti henni á pönnuna með lauknum
Leyfði lauknum og paprikunni að steikjast aðeins,
á meðan skar ég tómatana úr dósinni
og fann til sósuna frá fyrradag
Skellti svo tómötunum á pönnuna og leyfði að sjóða
í nokkrar mínútur :-)
Bætti svo við smá Worcestershire sósu og smá balsamic
Tók svo bollurnar út úr ofninum ...
og skellti þeim út í sósuna :-)
Svo setti ég upp spagettí og leyfði bollunum og sósunni
að sjóða á meðan spagettíið varð al dente ...
Svo var bara að dreifa smá basilkryddi yfir ...
hefði auðvitað vilja eiga ferskt basil en það var
ekki til á heimilinu og því þurfti þurrkað að duga :-)
Þetta reyndist vera hinn ágætasti matur, og ótrúlegt hvað kanillinn spilar skemmtilega með kjötinu!
Svona ef þið skylduð ekki eiga afgangssósu þá er uppskriftin af sósunni í heild eftirfarandi:
1 laukur, fínt skorinn
2 hvítlauksgeirar, fínt skorinn
3 zucchini, fínt skorin
2 paprikur, fínt skornar
3x400 gr niðursoðnir tómatar
1 msk Worcestershire sósa
1 msk balsamic vinegar
1 tsk oreganó
Smá slatti af basillaufum
Þetta var eiginlega alveg hrikalega gott og verður örugglega gert aftur á þessu heimili :-)
Annars gerði ég köku líka í kvöld, með sykurpúðafyllingu en hún kemur ekki inn fyrr en á morgun enda verður hún ekki smökkuð fyrr en á morgun ...
Meira síðar.
Ummæli