Hnetusmjörsnammi

VARÚÐ
Áður en þú gerir meira en að lesa þetta blogg, vinsamlegast athugaðu að eftirfarandi uppskrift er stórhættuleg vegna þess að niðurstaðan er verulega ávanabindandi og "einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt" á svo sannarlega vel við hér!!  (nema auðvitað þér þyki hnetusmjör vont, ef svo þá lestu áfram án varúðar - aðrir geta ekki sagt að ég hafi ekki varað ykkur við) :-)

Ég prófaði þessa uppskrift fyrst á afmælinu mínu fyrir rúmu ári og hún er gjörsamlega stórhættuleg, enda reyni ég reglulega að sannfæra mig um að þetta sé í fínu lagi þar sem þetta sé hnetusmjör = hollt ... nota meira að segja hnetusmjör frá Sollu til að það sé helmingi hollara og vegi þannig upp á móti þessum örlitla sykri sem er í uppskriftinni ... nota líka oft agave sýróp til að gera þetta enn hollara :-)


Uppskriftin er eftirfarandi:
2 dl sýróp (mæli með að nota agave, það er þynnra en hitt virkar vel líka)
1dl ljós púðursykur
1 dl sykur
3 dl hnetusmjör
8 dl Rice krispies
2 tsk vanilludropar

Byrja á því að bræða saman sýróp og sykur í djúpri 
pönnu við meðalhita ...

Hræra vel saman :-)

Allt þar til allur sykurinn er bráðnaður 

Þá er slökkt á hitanum og hnetusmjöri blandað saman 

og hrært vel ...

og vandlega, og vanilludropunum blandað saman við ...

Þá er bara að hella Rice krispies-inu saman við ...


og hræra vel og blanda öllu vel saman

Svo skelli ég þessu einfaldlega á plötu og og leyfði að 
kólna (hef samt bara þolinmæði í smástund) ...

Svo sker ég þetta bara niður í viðráðanlega bita ... eða brýt einfaldlega bita af eftir því sem þörf krefur :-)  

Meira síðar.

Ummæli