Heilhveiti-ostastangir og vel sterk salsasósa

Ákvað að breyta aðeins til þetta skiptið og gera e-ð einfalt og skemmtilegt í kvöldmatt.  Ég ákvað því að gera smá "tilraun" og búa til ostastangir og auðvitað salsasósu til að dýfa þeim í :-)

Þetta var mjög einfalt gott og þægilegt, eins og alltaf hjá mér!  Ég er að gera tilraunir þessa dagana með að nota meira heilhveiti en hvítt hveiti og notaði það því í þetta skiptið ... Það er auðvitað skemmtilegra að reyna að vera aðeins hollur, en hins vegar virðist ég hafa óþol fyrir spelti þannig að ég læt heilhveitið duga ... enda alveg hreint ágætt!

Ostastangirnar ...
3 dl heilhveiti
2 dl hveiti
2 1/2 tsk þurrger
Rúmlega 2 dl vatn
1 msk olía
Mozzarella ostur
Brauðostur
Oreganó
Hvítlaukssalt

Salsasósan
1dós niðursoðnir tómatar
4 hvítlauksgeirar
~1 msk þurrkað basil (eða slatti af ferskum basil)
~1 msk óreganó
1 scotch bonnet

Skellti hveitinu í skálina, ásamt salti og olíu og geri ...

Svo var það vatnið og kveikja á vélinni :-)

Út kom þetta líka fína deig!

Lét það hefast í smá stund, lítur vel út ekki satt??

Skipti því svo í tvennt ...

og flatti út ...

og skar í bita til að nota búa svo til stangirnar ...
Passið að fletja það ekki of þunnt út (eins og ég gerði)

Skellti svo ostalengjum í miðju hvers bita ...

og smá mozzarella líka ... hefði notað meiri mozarella
ef ég hefði átt ...

Skellti svo smá chilli og oreganó kryddi ofan á

Braut deigið svo utan um ostinn ... 

og lokaði vel og vandlega ...
Kom svo í ljós að ég hefði eiginlega þurft að setja smá
olíu á endana til að það myndi lokast almennilega ...
en af reynslunni lærum við :-)

Hinn helmingurinn af deiginu ... þarna setti ég
mun meiri mozzarella ost og ég mæli tvímælalaust 
heldur með þessari blöndu, hafa meira af mozzarella
en smá venjulegan ost með 

Setti smá olíu ofan á hverja stöng ...

og svo hvítlaukssalt og oreganó ofan á 

Eftir á að hyggja myndi ég setja aðeins meira krydd 
ofan á en ég gerði, muna það næst :-)
Bakaði þær svo í ca. 15 mínútur við 180°C blástur.

á meðan stangirnar voru inn í ofninum gerði ég salsað 
Skellti í matvinnsluvélina einni dós af tómötum ...

hvítlauksgeirum ... 

Jammí jammí :-)

1 scotch bonnet tilbúið til notkunar ... 

og komið oafn í matvinnsluvélina ... :-)

Þá var það bara kryddið sem var eftir ... 
og kveikja á vélinni ...

Mmmmm.... nammi namm

Ostastangirnar heppnuðust vel ... 

eða þannig ... 
Vill til mér þykir ostur alveg hrikalega góður ... :-)

Þetta var eiginlega alveg hrikalega gott, nema hvað að varúð: Scotch bonnet er alveg hrikalega hrikalega sterkt!! Þannig að ef þið þolið ekki mikinn hita þá mæli ég með að nota frekar eins og 1-2 stykki rautt chilli!! Þetta var hins vegar alveg hreint hrikalega gott til að losa um allar nebbastíflur þannig að ef þið eruð með kvef eða flensu þá er þetta alveg hreint eðalt!

Mæli svo sannarlega með þessu :-)  

Meira síðar. 

Ummæli

Unknown sagði…
þetta lítur stórkostlega vel út pannt fá svona næst þegar ég kem vestur :)
Nafnlaus sagði…
Setti eftirfarandi inn á bloggið hjá Erlu minni:

Matreiðslumyndaseríurnar á bloggunum hjá ykkur Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur á Ísafirði eru alveg dásamlegar. Þó að ég reyni þetta auðvitað ekki sjálfur ...

P.s.: Minn vinur til margra áratuga og ég, sr. Valdimar Hreiðarsson á Suðureyri, stunduðum á sínum tíma brauðbakstur í þar til gerðum maskínum og bárum saman bækur okkar. Hann er enn í þessu en ég er löngu hættur. Fyrr myndi ég finna upp nýjar stærðfræðiformúlur en láta matargerð lukkast.

- hþm