Gljáð valhnota með kókoshrísgrjónum

Ég prófaði í fyrradag líklega eina bestu uppskrift sem ég hef prófað hingað til.  Þetta var eiginlega svo hrikalega gott að ég fékk tár í augun :-)  Það var einhvern veginn svona "alvöru" bragð af þessu, svona eins og ég væri á frábærum veitingastað einhversstaðar erlendis í frábæru veðri að borða stórkostlegan mat!

Upphafið af því að ég ákvað að prófa þessa uppskrift var að mig langaði svo að prófa að elda úr valhnotu (butternut squash) en hafði ekki fundið uppskrift sem mig langaði að prófa fyrr en núna.  Ég reyndar fór ekki alveg eftir henni ... átti ekki öll innihaldsefnin, þannig að ég breytti henni aðeins og er það breytta útgáfan sem ég birti hér.


Uppskriftin er eftirfarandi  ...
Lítil dós af kókosmjólk
1 valhnota
2 tsk hoisin sósa
1 msk sykur
4 hvítlauksgeirar
ca. 2 cm engiferrót
Blaðlaukur, skorinn í sneiðar
Chillí olía
Matarolía til steikingar

Kókoshrísgrjón
Einn dl hrísgrjón
Lítil dós af kókosmjólk
~1 dl vatn
1/2 tsk malaður kóríander
1 kanilstöng
1/2 sítrónugras
1 lárviðarlauf
Smá salt

Byrjaði á því að setja kókosmjólk í skál
(1 lítil dós) og bætti út í hoisin sósunni ...

og sykrinum ...

og hrærði svo vel saman með gaffli.  Leyfði þessu svo 
að standa á meðan ég skar grænmetið.

1 valhnota takk fyrir!

Byrjaði á að hreinsa af henni húðina

Voilá!

Skar hana svo í tvennt ...

og hreinsaði fræin úr með skeið ... öll gul á puttunum :-)

Svona leit þetta út eftir hreinsun

Svo skar ég hana í bita, svona meðal stóra - 
ekkert ólíkt því sem gert er með rófu :-)

skar svo hvítlaukinn og engiferið ...

Skellti svo engiferinu og hvítlauknum á pönnuna sem 
hafði fengið að hitna aðeins áður

Þegar hvítlaukurinn og engiferið var aðeins farið
að brúnast skellti ég valhnotunni á pönnuna

og blandaði vel saman við engiferið og hvítlaukinn 

Í framhaldinu hellti ég kókosmjólkursykurblöndunni 
út á, skellti loki á pönnuna og leyfði að malla
í ca. 20 mínútur-hrærði samt stöku sinnum í.

Á meðan þetta var að malla útbjó ég kókoshrísgrjón,
byrjaði á að skella hrísgrjónum í pott ...

ásamt kanilstöng, kóríander, lárviðarlaufi, kókosmjólk,
sítrónugrasi og smá vatni (ca. 1 dl) 

Svona leit þetta út eftir 20 mínútna suðu 

og kókoshrísgrjónin sömuleiðis að verða tilbúin :-)

Mmm... nammi nammi namm!!

Hellti svo smá chilliolíu yfir, sem og smá blaðlauk ...
mmm... fæ vatn í munninn bara að sjá þetta aftur :-)

Hollt, bragðgott og þægilegt - gæti eiginlega ekki verið betra.

Var ég búin að nefna hvað mér fannst þetta virkilega gott??

Meira síðar.

Ummæli