Ég ákvað í gær að elda e-ð fljótlegt og þægilegt og endaði á að velja uppskrift sem mig hefur lengi langað til að prófa, en hún virkaði holl og bragðgóð, a.m.k. á blaði ;-) Þetta er grænmetisréttur = holl og fullt af kryddum sem mér þykja góð ... en ég varð eiginlega fyrir smá vonbrigðum, bragðið var reyndar spennandi og þess vegna hallast ég að því að skrifa þetta á að maginn minn hafi ekki verið í stuði ...
Uppskriftin var eftirfarandi:
1 msk matarolía
1 laukur, gróft skorinn
1 sítrónugras, gróft skorið
2 græn chillí
2 cm engifer, gróft skorið
3 gulrætur, skorin í tvennt og sneiðar
75 gr langar baunir
Rifinn börkur af einu lime
1 1/2 tsk sojasósa
1/2 msk edik
1/2 tsk grófmalaður pipar
1/2 msksykur
1 tsk turmeric
1 dós bambusreyr
Hrúga af spínat, gróft skorin
1 lítil dós af kókosmjólk
Myntulauf, þurrkuð eða fersk
Uppskriftin var eftirfarandi:
1 msk matarolía
1 laukur, gróft skorinn
1 sítrónugras, gróft skorið
2 græn chillí
2 cm engifer, gróft skorið
3 gulrætur, skorin í tvennt og sneiðar
75 gr langar baunir
Rifinn börkur af einu lime
1 1/2 tsk sojasósa
1/2 msk edik
1/2 tsk grófmalaður pipar
1/2 msksykur
1 tsk turmeric
1 dós bambusreyr
Hrúga af spínat, gróft skorin
1 lítil dós af kókosmjólk
Myntulauf, þurrkuð eða fersk
Ég byrjaði á að skera allt grænmetið.
Fyrst var laukurinn skorinn í grófa bita
Svona lítur sítrónugras út ...
Skar endana af því og svo í grófa bita
Chilli-ið skar ég í tvennt og svo í sneiðar
Engiferið grófskorið ... mmmm... engifer!
Gulræturnar skornar í tvennt og svo í sneiðar ...
Baunirnar skolaðar og endaði á að skera þær í tvennt
Limebörkurinn rifinn
Spínatið grófskorið :-)
Byrjaði á því að steikja í matarolíu laukinn, sítrónugrasið,
chillið og engiferið - gaf því nokkrar mínútur
Skellti svo gulrótunum og baununum saman við ...
Hrærði öllu vel saman og leyfði að steikjast í 1-2 mínútur
Bætti þá út í sojasósunni og edikinu ...
og svo piparnum, sykrinum og turmeric-inu
Öllu hrært saman ...
Bætti svo spínatinu og bambusnum út á og hrærði vel
Að lokum hellti ég kókosmjólkinni út á og leyfði svo að
malla í ca. 10 mínútur, með lokið á pönnunni
Skammtaði mér svo á disk og hellti myntulaufum út á
og blandaði vel saman :-)
Eins og áður sagði þá var þetta áhugaverð blanda og ótrúlega djúpt bragð af þessu og svo kom myntan með svolítinn contrast á móti, skemmtileg bragðsamsetning en eins og ég sagði - samt smá vonbrigði!
Meira síðar.
Ummæli