Engisprettupæ

Eins og áður hefur komið fram þá er eitt uppáhalds matarbloggið mitt blogg kúrekastelpunnar, bæði segir hún skemmtilega frá og tekur fallegar myndir :-)  Ekki skemmir svo fyrir hvað hún er oft með alveg hreint hrikalega girnilegar uppskriftir!

Í síðustu viku þá birti hún uppskrift sem ég hreinlega varð að prófa, enda einlægur sykurpúðaaðdáandi, auk þess sem litla systir hvatti mig eindregið til að prófa þessa uppskrift.

Upprunalegu uppskriftina má finna hér, en þar sem ég bý á Ísafirði og það á Íslandi þá neyddist ég til að gera smá breytingar, þar sem það fæst ekki allt sem á að vera í upprunalegu uppskriftinni hér.


Uppskriftin sem ég endaði á er eftirfarandi:
1 pakkning oreo-kökur (16 kexkökur)
2 msk bráðið smjör
24 sykurpúðar (venjulegir)
~160 ml matreiðslurjómi
1 msk piparmyntudropar
2 msk kakósýróp
1 dropi grænn matarlitur
250 ml rjómi
Smá kexmylsna til að skreyta

Oreo-kex check

Skellti því í matvinnsluvélina og lét malast vel

Þegar kexið var orðið vel mulið þá bætti ég við smjörinu

Tók svo til pæ-formið

Hellti kexmylsnunni í formið

Notaði svo puttana og skeið til að móta botninn í forminu

Þá var að telja sykurpúðana, 24 stykki takk í pottinn

Svo bætti ég út í matreiðslurjómanum og
hitaði við lágan hita - meðalhita

Svo var bara að hræra og bíða ... stig 1

stig 2 ...

stig 3 ... 

stig 4 ...

stig 5 ... alveg að verða tilbúið!

og stig 6 og allir sykurpúðarnir bráðnaðir :-)

Á meðan sykurpúðarnir bráðunuðu
var ég búin að fylla vaskinn af ísköldu vatni,
en maður þarf að kæla sykurpúðablönduna
tiltölulega hratt niður og ég átti ekki klaka ... 

Þannig að með ísköldu vatni í vaskinum
kældi ég pottinn niður, sem og innihald hans

Það er gott að hræra stöðugt meðan blandan er að kólna,
flýtir fyrir ...

Þegar blandan var orðin köld setti ég pottinn
til hliðar og hafði til rjómann ...

Hrærði hann vel og vandlega ...

eða þangað til hann var orðinn stífþeyttur 

Þá setti ég rjómann til hliðar og tók til bragðefni og matarlit,
súkkulaðisýróp, grænan matarlit og piparmyntudropa


Súkkulaðisýrópið ... hrærði svo vel í á eftir

Piparmyntudroparnir ... hrærði svo vel í,
verð aðbenda á að ef ykkur finnst piparmynta
góð þá um að gera að setja 2 skeiðar,
hjá mér bara bara svona þægilegt
undirbragð, enda er ég ekki hrifin 
af piparmyntu :-)

Svo bætti ég við 1 dropa af matarlit og hrærði extra
vel, en á þessum tímapunkti var ég farin að hafa 
nokkrar áhyggjur af því að hafa klúðrar e-u því 
að blandan hafði hlaupið nokkuð ...

En þá hrærði ég vel í þessu og ákvað að taka stökkið ...

og ég hellti þessu saman við rjómann!

Þá hrærði ég vel en varlega með sleikjunni og fljótlega 
sá ég að þetta var allt eins og það átti að vera :-)

Þá var lítið annað að gera en að hella 
blöndunni yfir botninn ...

og dreifa úr með sleikjunni ... mmm hvað þetta leit vel út :-)

Enn betur eftir að hafa dreift yfir kexmylsnu!

Síðan skellti ég pæ-inu inn í ískáp, en það þarf að kæla það í a.m.k. 2 tíma.  Ég lét hana raunar vera í ískápnum yfir nótt og fór svo með hana í vinnuna í morgun þar sem stóri dómur var felldur.  Kakan reyndist vera virkilega góð, sérstaklega skemmtileg áferð á fyllingunni og já, bragðgott og fékk held ég að meðaltali einkunnina 9,5 - en nokkur stig voru dregin af hjá þeim sem vildu meira myntubragð og hjá þeim sem ekki vildu myntu (eins og t.d. ég), en allt í allt virkilega góð kaka sem reyndist vera merkilega auðvelt að gera :-)

Mæli með þessari!

Meira síðar.































Ummæli