Engifernúðlur

Það er heilmikill galdur að finna alltaf e-n hádegismat til að taka með sér í vinnuna. Stundum, eins og í dag, læt ég mér flatkökur með osti duga en svo stundum eins og í gær þá byrja ég daginn á að elda e-ð örsnöggt á meðan ég borða morgunmatinn :-)

Í gær urðu engifernúðlur fyrir valinu og þær reyndust vera virkilega góðar, þ.e. ef manni líkar við engiferbragð eins og mér!  Þetta var mög fljótlegt og þægilegt og ég mun eflaust gera þær aftur, sem er nokkuð mikið sagt þar sem ég er langt frá því að vera neitt sérstaklega hrifin af núðlum almennt.  Annar kostur við þessar núðlur er að það er enginn sykur í þeim, en það er ótrúlegt magn af sykri oft í þessum asíska mat (kannski bara fyrir okkur vesturlandabúana sem þolum ekki "hitann" og þurfum sykur til að milda bragðið).

Nema hvað, uppskriftin var eftirfarandi:
Slatti af kóríander
~ 200 gr af eggjanúðlum
Slatti af sesame fræum
1 msk matarolía
~5 cm af engiferrót, skorinn í litla bita
6-8 vorlaukar
Slettur af sojasósu
Salt og pipar

Byrjaði á því að skola núðlurnar með vatni, hellti af aftur,
skolaði aftur og hellti af aftur áður en ég fyllti pottinn af vatni

Setti smá hrúgu af grófu salti í pottinn og 
lét suðuna koma upp og sjóða í ca. 5 mín

Lítur vel út kóríanderinn minn ekki satt? :-) 
er að gera tilraun til að rækta hann í eldhúsglugganum,
það er orðið svo sorglega dýrt að kaupa fersk krydd
í matvöruverslununum :-/

Mmmm... engifer!  Skar það í litla bita ...

Á þessum tímapunkti voru núðlurnar tilbúnar,
skellti þeim í sigti og skolaði
með köldu vatni

Hellti svo smá matarolíu yfir 

og setti svo sesamfræ yfir sömuleiðis og blandaði
vel saman við 

Þá var bara að hita pönnuna ásamt smá matarolíu

Var búin að skera kóríander, engifer og þá voru bara
vorlaukarnir eftir ...

Skar þá í tvennt og svo á ská 

"Allt" grænmetið tilbúið

Þá var bara að skella engiferinu á pönnuna og
leyfa því að stekjast í nokkrar mínútur ...

Mmmm... hvað lyktin var góð! :-)

Svo var núðlunum hellt út á pönnuna ...

sem og vorlauknum og öllu blandað vel saman ..

Þetta átti svo að mallast á pönnunni þangað til 
að það var kominn hiti í núðlurnar aftur

Þá var bara að bæta sojasósunni út á ...

og smá salti og pipar og hræra vel :-)

Að lokum var það kóríanderinn sem var settur ofan á
og aftur blandað vel og voilá, tilbúnar virkilega
ferskar og góðar núðlur fyrir hádegið!

Ég var svo allan morguninn hálf stressuð yfir því að mér myndi ekki þykja þær góðar ... en það var mikil gleði strax við fyrsta munnbita, mmm... þetta er e-ð sem ég get borðað :-)

Meira síðar.


















Ummæli