Eclairs með vanillufyllingu og súkkulaðigljáa

Eins og allir þá á ég mér uppáhalds bakarísmat eða hvað á að kalla það :-)  Í mínu tilfelli er það sætabrauð sem kallaður er á frummálinu Éclairs  en það er sum sé upprunalega frá Frakklandi.  Eins og svo oft er með uppáhaldsmat þá hef ég aldrei þorað að baka þetta sjálf heima, hrædd um að valda sjálfri mér vonbrigðum ... en eins og svo oft hefur komið í ljós í gegnum þetta blogg þá er eiginlega mesta furða hvað þetta heppnaðist vel!

Það verður samt að viðurkennast að þetta var heilmikið maus að gera, en var nú samt alveg vel þess virði ... :-)


Brauðið sjálft ...
113 gr smjör
Rúmlega 2 dl af vatni
Rúmlega 2 dl af hveiti
1/4 tsk salt
4 egg

Fyllingin ...
3 dl mjólk
3 eggjarauður
1 dl sykur
35 ml hveiti
2 msk og 2 tsk maísanamjöl

1 tsk vanilludropar (ég notaði mun meira ...)

Súkkulaðigljái
3-4 msk smjör
125 gr súkkulaði
1 dl flórsykur
1 tsk vanilludropar

Byrjaði á því að setja vatn í pott og láta suðuna koma upp

Á meðan suðan kom upp tók ég til smjörið ...

og skar það í bita ...

sem ég skellti svo í pottinn ...

og á meðan smjörið bráðnaði ...

sigtaði ég hveitið og salt ...

og blandaði svo saman við smjörvatnið :-)

og hrærði svo með sleif þangað til deigið var farið að
mynd kúlu og hætt að loða við pottinn og sleifina

Skellti deiginu svo í skál og leyfði því að kólna áður
en ég setti eggin út í, til að þau færu nú ekki að hlaupa

Svo var bara að setja eggin út á, eitt og eitt í einu 

og hræra vel eftir hvert egg :-)

Annað egg ... 

Hræra, hræra og hræra og að lokum tilbúið þetta 
líka fína deig :-)

Þá var lítið annað að gera en að skella
deiginu í sprautupokann

og sprauta út 10 cm lengjum ... 

Svona leit þetta út á plötunni, á þessum tímapunkti
var ég alveg sannfærð um að ég hefði klúðrað e-u
því að deigið hafði gengið e-ð svo vel fram að 
þessu og ég hélt að þetta ætti að vera miklu meira mál ...

En svo reyndist það vera ástæðulausar áhyggjur og þetta
leit svona líka vel út ... eftir hálftíma við 200°C blástur

Þá var lítið annað að gera en að hefjast
handa við fyllinguna og byrjaði á því
mæla mjólkina ...

og skella henni í pott og hita við vægan hita

Á meðan aðskildi ég eggin ...

og setti í skál ...

ásamt sykri ...

hveiti ... og maízanamjöl

Blandaði svo vel saman með handþeytara ...

Hellti svo saman við helmingnum af mjólkinni 
þegar farið var að rjúka af mjólkinni

Hrærði svo áfram vel og vandlega ...

þangað til þetta leit svona út :-)

Hellti þessu svo saman við restina af mjólkinni í pottinum

Hrærði svo reglulega í þangað til þetta fór að þykkna ...

Þegar þetta var orðið vel þykkt bætti ég 
vanilludropunum út í 

Leyfði þessu svo að kólna aðeins ...

á meðan skar ég sætabrauðið í sundur ...

og setti svo búðing í öll sætabrauðin :-)

Þegar búðingurinn var kominn í brauðin bræddi ég 
smjörið og súkkulaðið saman í potti

Þegar súkkulaðið var bráðnað bætti ég
flórsykrinum út í 

og hrærði vel og vandlega :-)

Bætti svo að lokum hálfri matskeið af heitu vatni og 
hrærði vel og vandlega ...

Notaði svo bara sleifina til að hella 
súkkulaðigljá yfir sætabrauðið og voilá!

Þetta smakkaðist alveg hreint hrikalega vel ... eina sem fór í taugarnar á mér var að ég náði einhvern veginn ekki nógu góðu vanillubragði í fyllinguna, setti samt alveg þrisvar sinnum meira en ég átti að gera samkvæmt uppskriftinni ... frekar laim ... næst nota ég alvöru vanillubaun :-)

Meira síðar.






































Ummæli

Birna sagði…
Snillingur! Lítur hrikalega vel út...eins og alltaf :)
Kv. Birna
Nafnlaus sagði…
slef, lítur fruntalega vel út
Íris H