Syndsamlega góður indverskur

Eftir ábendingu frá vinkonu um e-a öðruvísi indverska rétti ákvað ég að taka hana á orðinu og lagðist í mikla leit, bæði í bókunum mínum og á netinu að uppskriftum sem ég hefði ekki séð áður og langaði að prófa :-)  Ég fann að lokum eina, kóríander kjúklina korma sem reyndist vera svo góð að mig skortir lýsingarorð.


Besta leiðin til að lýsa bragðinu er þungt kryddbragð með léttu kóríanderbragði sem svo breytist í sterkt eftirbragð mmm... ólýsanlegt!

Uppskriftin er alveg pinku flókin, en algerlega "worth it"
(staðfærð héðan)
3 kjúklingabringur
2 laukar
2 hvítlauksgeirar
1 búnt kóríander
3 græn chillí
2 dl kókosmjólk
2 tsk cúminfræ
4 negulnaglar
1 kanilstöng
1-2 stjörnanís
1/2 tsk turmeric
1 tsk garam masala

Kryddlögur
1 tsk turmeric
2 tsk cumin
1 tsk kóríander þurrkað
Salt
Smá olía


Byrjaði á því að setja kryddlöginn í skál

Skar svo kjúklinginn í bita og setti í skálina með kryddinu

Svo voru puttarnir einfaldlega notaðir 
til að nudda kryddinu í kjúklinginn

Svo hellti ég örlítilli olíu yfir, aðeins til að bleyta upp í,
en svo leyfði ég þessu að standa í ca. 1 klst.

Þegar um 40 mín voru liðnar byrjaði ég að undirbúa
sósuna ...


Skar niður lauk ...

Setti svo olíu á pönnu og steikti laukinn
ásamt krömdum hvítlauksrifjunum

Bara svona rétt þangað til létt og steikt

Á meðan laukkurinn steiktist skar ég græna chilli-ið

í nokkuð grófa bita ...

Tók svo búnt af kóríander og skar í tvennt (notaði
stönglana með)

Skellti svo chilli-inu og kóreandernum
í blandarann ...

og svo steiktu laukunum ofan á

og blandaði þangað til þetta leit svona út

Þá var lítið annað að gera en að steikja kjúklinginn
upp úr smá olíu

Nammi namm ... 

Þá tók ég til negulnagla, kanilstöng og stjörnanís

og steikti upp úr smá olíu á pönnunni, þangað til 
allt var farið að ilma ... mmm hvað þetta var æðislegt :-)

Á meðan beið kjúklingurinn einfaldlega í skál 

Eftir smá stund bætti ég út í kúminfræjunum og lét
steikjast í smá tíma (passið ykkur þau stökkva upp úr)

Þá bætti ég við garam masalinu og turmeric

og stuttu síðar hellti ég kókosmjólkinni út í

Mmmm... góð lykt!

Þá bætti ég út í kóreander/chillí púrré-inu 

Hrærði vel og leyfði suðunni að koma upp

Bætti svo kjúklingnum góða út í 

og leyfði þessu að malla í smá tíma, eða meðan ég
sauð hrísgrjónin (sem ég hafði auðvitað gleymt að 
setja upp fyrr), en kjúklingurinn þarf ekkert að sjóða
neitt svakalega lengi, kannski 10 mínútur

Ég gerði auðvitað naan brauð líka :-)

Var ég búin að nefna hvað þetta var gott??

Sem sagt syndsamlega góð máltíð fyrir alla unnendur indverskrar matargerða, en í það sterkasta fyrir þá sem ekki vilja sterkan mat ... sem sagt fullkominn fyrir mig :-)

Meira síðar.


Ummæli

Guðrún sagði…
mmm girnó!
Vildi að ég hefði kíkt í gær því ég ætla að vera með indverskt í kvöld og er búin að kaupa í það... en ég prófa þetta við fyrsta tækifæri!