Súkkulaði bita form kökur með deigi

Það er fátt betra á laugardagssíðdegi en að borða góðar kökur og drekka kaffi!  Veit þó strax um eitt betra, og það er að borða kökudeig á laugardagssíðdegi og drekka kaffi!  Enn betra er þó að sameina þetta tvennt og gera bæði í einu :-)


Þegar ég sá þessa uppskrift sem ég prófaði í dag vissi ég að ég yrði að prófa hana, en hún sameinar allt sem er gott í köku, súkkulaði, kökudeig og krem!

Uppskriftin var eftirfarandi (gerir 24 kökur):
Formkökurnar sjálfar
340 gr smjör, mjúkt
3 dl ljós púðursykur
4 stór egg
~5 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
2 tsk vanilludropar
2 dl súkkulaðibitar

Fyllingin
4 msk smjör, mýkt
6 msk ljós púðursykur
2 1/2 dl hveiti
2 dl mjólk
2 tsk vanilludropar
1/2 dl súkkulaðibitar
1/2 dl flórsykur

Kremið
340 gr smjör, mýkt
1 1/2 dl ljós púðursykur
7 dl flórsykur
1 dl hveiti
3 msk mjólk
2 1/2 tsk vanilludropar


340 gr af smjöri mælt á hávísindalegan máta 

Smjörið og sykurinn komin í skálina 

Hræri hæri og hræri og svo eggjunum bætt út í,
einu í einu

Lofar góðu :-)

Sigtaði hveitið, ásamt lyftiduft og matarsódanum

Mjólkin og hveitið tilbúið og ...

Hrærði það svo saman við, sátt og smátt, smá hveiti

Smá mjólk

Svo að lokum vanilludroparnir ...

og súkkulaðibitarnir :-)

Allt blandað saman 

Svo var lítið annað að gera en að setja deigið í formin
og baka við 180°C í 18-20 mínútur

Á meðan bjó ég til fyllinguna, fyrst smjör

Svo sykur ...

Hrært saman, enda fín blanda ...

Þá bætti ég út í hveitinu, mjólkinni og vanilludropunum

Bætti svo við aðeins meira hveiti og aðeins meiri flórsykri

Svona til að ná því aðeins þykkra :-)

Bætti svo út í súkkulaðibitum og skellti svo plasti yfir
og skellti út á svalir í kuldann í ca. hálftíma

Á meðan kólnuðu formkökurnar :-)

Þegar formkökurnar höfðu kólnað þá tók ég lítinn
oddhvassan hníf og skar miðjuna úr þeim :-)

Þá var bara að skella í kremið og aftur var það
smjör og sykur :-)

Svo var bara að blanda flórsykrinum út í smátt og smátt

þangað til þetta var aðeins farið að líta út eins og krem 

Svo bætti ég við mjólk og hveitinu og hrærði saman

Mmmm... lítur vel út :-)

Þá var fyllingin tekin inn úr kuldanum ...

og notaði svo teskeið til að setja fyllingu í holurnar
sem ég hafði gert í formkökurnar

mmmm... hrátt deig í kökum :-)

Þá var það bara kremið eftir

Nammi nammi namm!



Allt tilbúið fyrir góða vini!

Hrikalega góðar kökur, enda ligg ég afvelta í sófanum og nenni ekki neinu ... frekar lélegt en yndislegt samt sem áður! 

Meira síðar.

Ummæli