Slappur borgari (Sloppy Joe)

Það er fátt sem ég elska jafn mikið og fljótlegan kvöldmat, sérstaklega ef hann er bragðgóður líka!  Í kvöld var ég einmitt með einn slíkan, fljótlegan og þægilegan, enda hálfgerður "skyndibitamatur".

Uppskrift þessi er nokkuð þekkt, upprunin í Bandaríkjunum og má lesa nánar um uppruna hennar á wikipedia. Afskaplega góð, verst bara hvað það getur verið subbulegt að borða þetta :-)

Uppskriftin er einföld:
Kjöthakk
1 græn paprika
1 laukur
1jalepeno
1 hvítlauksgeiri
1 tsk worchester sósa
Smá tabasco sósa
1 lítil dós tómata"paste"
Salt
Smá vatn
Smá olía til steikingar
Hamborgarabrauð

Búin að skera laukinn, paprikuna og jalepeno-ið

Olían að hitna í pönnunni

Kjötinu og grænmetinu skellt á heita pönnuna

Tómat-paste-ið tilbúið til notkunar 

Hvítlauksgeiri smátt skorinn og bætt út á pönnuna

Tómaturinn kominn út á pönnuna

Svo var bara að hræra vel og bæta svo við worchester

og smá tabasco sósu og svo vatni 
eftir þörfum, en þetta á alveg að vera 
pinku blautt, þó ekkert of mikið

Svona leit þetta út að lokum :-) 

Þá var ég búin að taka til hamborgarabrauð,
skar þau í tvennt og hitaði örstutt í örbylgunni

Skellti svo slatta af tómatsósu á 

Svo var bara að setja góðan slurk af hakki

Skellti svo ofan á rifnum osti, ferskum basil og rúkóla

Svo var hinum helmingnum af brauðinu skellt ofan á og
voilá, kvöldmaturinn tilbúinn :-)

Hrikalega skemmtilegur matur, pinku subbulegur, en alveg eðalgóður á laugardagskvöldi og jafnvel með góðum bjór ef stemming er fyrir slíku.

Meira síðar.

Ummæli