Ítölsk naglasúpa eftir eigin uppskrift

Það leið óvenju langt á milli pósta hjá mér í þetta skiptið.  Ástæðan var ekki að mig langaði ekki að elda eða væri ekki í stuði til að blogga, heldur var einfaldlega um að ræða mjög erfiða viku og fundir öll kvöld og því ekki mikið um eldamennsku.

Það kom þó að því að ég fyndi tíma til að gera e-ð skemmtilegt og var þá tilvalið að klára afgangshráefni úr ískápnum sem hefur þurft að bíða þar síðan á afmælinu mínu :-)  Íhugaði lengi vel að gera e-n voða fínan rétt, en endaði svo á að gera þessa líka góðu súpu (þó ég segi sjálf frá)!


Eftir miklar vangaveltur þá ákvað ég að blanda saman ýmist grænmeti og ítölskum kryddum ...

1/2 sæt kartafla, skorin í litla bita
2 gulrætur, skorin í litla bita
1 stór kartafla, skorin í litla bita
1 laukur, gróft skorinn
Örlítill blaðlaukur
2 hvítlauksgeirar
1 rautt chilli, gróft skorið
2 tómatar, skornir í litla bita
6-7 sveppir, gróft skornir
Smá engifer, gróft skorið
1 dl kjúklingasoð
~ 1msk steinselja
~ 1 msk oreganó
~ 2 tsk svartur grófur pipar
2 lárviðarlauf

Grænmetið allt saman komið, hætti svo reyndar við
að nota paprikuna, borðaði hana bara á meðan ég
skar hitt grænmetið í staðinn :-)

Kjúklingasoðið tilbúið

Skar gulræturnar í litla teninga, 

sem og sætu kartöfluna ...

og venjulega kartöfluna.

Laukinn skar ég hins vegar frekar gróft, en hvítlaukurinn
var auðvitað skorinn smátt

Skellti svo slatta af ólífuolíu á djúpa pönnu og
steikti svo grænmetið í örugglega ca. 5-10 mín

Á meðan skar ég rauða chillið í grófa (en litla) bita

og tómatana sömuleiðis :-)

Auðvitað máttu sveppirnir ekki gleymast ...

og auðvitað má alls ekki gleyma engiferinu, mikilvægt!

Skellti kjúklingasoðinu út í, sem og restinni af grænmetinu

Setti svo kryddið út í sömuleiðis, 
og leyfði suðunni að koma upp

Hrærði samt auðvitað í fyrst :-)

Hrærði svo reglulega og leyfði að sjóða í ca. 15 mínútur

Mmmmm... hvað hún var góð!

Verð að viðurkenna að þessi súpa kom mér skemmtilega á óvart, smá hiti í chillinu og engiferinu, en samt merkilega lítið miðað við ... :-)  Virkilega fín súpa til að nota upp afgangana í ískápnum og ekki síður góð svona yfir veturinn, sérstaklega þegar maður er örlítið kaldur eftir góðan dag á fjallinu!

Meira síðar.

Ummæli