Geggjuð súkkulaðikaka með harðri karamellu

Gerði áðan alveg hreint geggjaða súkkulaðiköku með harðri karamellu ofan á ... lítur kannski ekkert súper vel út en vá, algert sælgæti :-)

Mmmm... þrátt fyrir skrýtið útlit  :-)

Uppskriftin er einföld og þægileg ... (aðlöguð frá thepioneerwoman.com)
Kakan sjálf
170 gr suðusúkkulaði í bitum
1 1/2 dl smjör, skorið í bita
4 dl sykur
3 egg
2 dl hveiti

Karamellan
1 1/2 dl mjólk
4 dl sykur
1/2 dl smjör
1 tsk vanilludropar
1 1/2 tsk sultuhleypir

Vigta súkkulaðið og brjóta í bita ...
auðvitað ööööörlítið meira en á að vera 

Bræddi svo súkkulaðið ásamt smjörinu í djúpri pönnu

Þegar súkkulaðið og smjörið voru alveg bráðin þá 
bætti ég sykrinum útí og hrærði vel saman yfir hita

þangað til þetta var allt orðið ein blanda :-)

Þá tók ég súkkulaðisykurblönduna og setti í aðra skál

Í annarri skál hrærði ég saman eggin með gaffli

Bætti svo eggjunum smátt og smátt
saman við súkkulaðiblönduna og 
hrærði hægt og rólega með þeytara

Þá var lítið annað að gera en að blanda hveitinu saman við 

Þá var ég tilbúin með fat sem var smurt með matarolíu
Stærðin á fatinu er ~22x30

Hellti deiginu í formið ... ekkert smá girnilegt :-)

Skellti svo inn í ofninn og bakaði í 25 mínútur við 160°C
Vá hvað kakan leit vel út þegar hún kom út, hefði alveg
verið stórfín bara eins og hún var þá.

En ég gat auðvitað ekki látið staðar numið þarna og 
varð að búa til karamellu ofan á. Það var þó hugsanlega
örlítið vanhugsað, en kom samt sem áður vel út :-)

Ég átti nefnilega ekki rjóma ... þannig að ég setti bara
sykur og mjólk saman á pönnu og lét hitann koma upp

Þá fór þetta að sjóða og ég leyfði þessu að sjóða í 
dágóðan tíma, leit voða vel út ...

Þá bætti ég vanilludropunum við, farið varlega, snarkar 
svolítið í karamellunni þegar það er gert

Þá var lítið annað að gera en að setja smá
melatin í til að þykkja karamelluna ...

Girnó eki satt? :-)

Að lokum var hún farin að þykkjast óþarflega mikið 

Þannig að ég hellti henni yfir kökuna,
athugið að það þarf að gerast pinku hratt því
karamellann kólnar og stirnar ansi hratt :-)

Snilldar eftirréttur og alveg hreint ágætt eftir góðan hádegismat með góðum kaffibolla, já, eða seinni partinn þegar maður þarf bara smá orku eftir langan dag meðan beðið er eftir kvöldmatnum ... já í afmæli ... já, ég get haldið endalaust áfram :-)

SMÁ UPPFÆRSLA: Eftir nokkrar umræður og vangaveltur þá legg ég til að þegar þið prófið uppskriftina að sleppa sultuhleypinum, nema auðvitað að ykkur líki við harða karamellu (sem mér líkar mjög vel við) :-)

Meira síðar.

Ummæli

JFK sagði…
Ég get staðfest það að kakan var mjög góð :) Takk kærlega fyrir okkur :)

kv. Halla og Kristófer Aron