Eftirréttapizza

Í tilefni af afmæli mínu í gær var ég venju samkvæmt með smá afmælisboð.  Í þetta skiptið, svona til að hafa þetta einfalt og þægilegt, þá ákvað ég að hafa pizzur.  Ég bakaði hvorki meira né minna en 8 pizzur og 2 eftirréttapizzur :-)

Fyrstu pizzurnar voru "venjulegar", með pepperoni og sveppum, hakki og sveppum/lauk (ef ég man rétt), skinku og ananas ... svo fóru þær að verða aðeins óvenjulegri ... zucchini (sneitt þunnt), hvítlaukur, gróft salt, þurrkað chilli, mozzarella  og ólífuolía ... kartöflur, rósmarín, mozzarella og ólífuolía ... sætar kartöflur, rucola, piparrjómaostur, ólífur, sveppir, paprika og e-ð fleira sem ég man ekki ... Besta pizza kvöldsins var hins vegar með cajun kjúklingur, paprika, mozzarella, laukur og ferskur rauður chilli pipar, mun alveg örugglega gera hana aftur :-)

Nema hvað, í samræmi við þema kvöldsins gerði ég svo eftirréttapizzu, og það er sú pizza sem ég ætla að deila með ykkur í dag.

Deigið geri ég auðvitað sjálf:
5 dl hveiti
2 tsk þurrger
1/2 tsk salt
1 msk olía
2-3 dl volgt vatn

Áleggið var svo:
3 bananar skornir í sneiðar
1 msk sykur
Smá romm
Súkkulaði
Smjör

Bananarnir sneiddir

Slatti af smjöri brætt í pönnunni ... 

Smjörið brætt ásamt sykri 

Bananarnir settir út á pönnuna 

Þeim svo velt upp úr smjörinu og sykrinum og slettu
af rommi hellt yfir (væri auðvitað skemmtilegast að 
kveikja í þessu svo en lagði ekki í það í gærkvöldi) :-)

Ég skellti svo slatta af þunnum smjörsneiðum ofan á 
deigið og skellti þessu svo inn í ofninn þangað til að
botninn var orðin gullinn og smjörið bráðnað.

Á meðan botninn bakaðist gerði ég súkkulaðisósuna,
byrjaði á að bræða slatta af smjöri ...

Bætti aðeins við af smjöri og byrjaði að brytja 
súkkulaði út í smjörið 

Aðeins meira súkkulaði og aðeins meira smjör :-)

Mmmm... girnilegt! Að lokum fóru líklega 50 gr af
smjöri og u.þ.b. 200 gr af súkkulaði í sósuna 

Botninn tilbúinn og smjörið bráðið, notaði hníf til að 
dreifa aðeins úr því  

Skellti svo bönununum ofan á, dreifði vel úr þeim

Svo skellti ég súkkulaðinu ofan á, dreifði vel úr því líka

Voilá, alger snilld með þeyttum rjóma
og örugglega betra með vanilluís :-)

Þetta var ótrúlega skemmtilegur eftirréttur og eiginlega bara virkilega bragðgóður, nema auðvitað fyrir þá sem borða ekki banana, en elsku mamma var svo frábær að koma með döðlutertu fyrir hina :-)

Allt í allt, frábært afmæli og frábær afmælisdagur, takk fyrir mig!

Meira síðar.

Ummæli

Guðrún sagði…
mmm girnó!
Og til hamingju með afmælið í gær :)
Brynja Huld sagði…
Það eru nú bara aular sem borða ekki banana