"Amerískt" eplapæ með vanillusósu

Jibbí, það heppnaðist í þetta skiptið og vá hvað það var gott :-)

Ákvað að skella í eplapæ til að taka með á starfsmannafund í morgun, enda á undirrituð afmæli á morgun!  Ég ákvað því að yfirstíga hræðsluna við þetta pæ eftir vandræðaganginn um daginn, enda eplin að skemmast ...!  Þetta var algerlega þess virði!  Ég byrjaði í gærkvöldi á að gera deigið og skera og krydda eplin.  Lét það svo geymast í kæli yfir nóttu.


Uppskriftin er eftirfarandi:
1-1 1/2 kg epli
2 msk hveiti
1 dl flórsykur
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/2 tsk negull
1/2 tsk engifer
1/4 tsk salt
2 stykki Rollo

Deigið
4 dl og 4 msk hveiti
2 tsk sykur
226 gr smjör
6 msk ísvatn

Fyrst var að skera eplin

Hreinsa þau og svoleiðis

Skera svo í sneiðar og bita, safna saman í stóra skál

Svo var það að setja smá hveiti

Lítinn slatta af flórsykri

Sítrónusafa auðvitað

og svo fullt af góðum kryddum :-)

Hræra þessu öllu saman, setja lokið á skálina og skella 
svo í kælinn til að nota að morgni

Þá var það deigið, skellti hveiti og örlítilum sykri í vélina

Skera smjör í bita

Setja í vélina ásamt hveitinu

Hræra vel þangað til þetta lítur út eins og kornmjöl

Bæta svo við ísköldu vatni og blanda saman með 
fingrunum, hnoða þangað til kúla myndast 

Svo er kúlunni skipt í tvennt 

Skellti þeim svo saman í poka og setti í kælinn
fram til morguns :-)   

Það var svo lítið mál þegar ég vaknaði í morgun að taka 
aðra kúluna úr pokanum og svo var það bara kökukeflið
til að fletja út, byrjaði inn í pokanum ...

... tók svo deigið úr pokanum og kláraði að fletja út
á borðinu, ótrúlegt hvað þetta gerði lífið auðveldara!

Svo var bara að setja deigið yfir formið og móta eftir
forminu, klippti svo af endana til þetta liti vel út ...

Svo var það bara að setja eplin ofan í formið ...

Skera rollo bitana í bita :-)

Reyndi svo að troða þeim á milli eplanna eins 
dreift og ég gat, auðvitað sniðugara að setja rolloið
með eplunum í skálina og hræra saman þar, en þetta
skemmdi samt held ég ekkert fyrir að gera þetta svona

Svo setti ég hinn deighelminginn ofan á eplin ...

Mótaði deigið ofan á, notaði svo gaffal til að loka pæ-inu,
en ég hafði einnig sett smá bleytu á neðri helming deigsins
(notaði bleytuna sem var í botninum á eplaskálinni), til að
það myndi lokast almennilega.

Svo reyndi ég eftir bestu getu að beita listrænum 
hæfileikum mínum til að skreyta bökuna og skar 
auðvitað "skorsteina" í til að lofta aðeins um :-)

Voilá!

Á meðan bakan bakaðist í ofninum (fyrst í 10 mínútur við 220°C, svo í 40-45 mín við 180°C) skellti ég í vanillusósu, bæði svona þar sem Guðrún vinkona benti á það í síðustu viku, en líka því ég átti ekki ís :-)  

Sósugerðin reyndist jafnvel enn skemmtilegri en bökugerðin ... notaði vanillubaun í fyrsta skipti á ævinni sem var mjög gaman, og held hreinlega alveg óhætt að segja þess virði!

Uppskriftin var mjög einföld:
1/2 - 1 vanillubaun
4 dl mjólk
4 eggjarauður
1 dl sykur

Byrjaði á því að kljúfa vanillubaunina

Skóf svo fræin út með hníf og setti út í mjólkina

Setti svo baunina sjálfa út í líka, og lét mjólkina hitna 
við sæmilega vægan hita, þangað til suðan kom upp,

En þá fjarlægði ég pottinn af hitanum og setti lok á pottinn,
leyfði þessu að kólna þannig í ca. 10 mínútur

Á meðan skipti ég eggjarauðunum og eggjahvítunum

Svo var lítið annað að gera en að taka
vanillubaunina sjálfa upp úr, skella
eggjarauðunum út í,

ásamt sykrinum ...


Hræra svo vel og vandlega, og nokkuð
stöðugt, við meðalhita 
(ekki láta suðuna koma upp!)

Svo smátt og smátt þykknaði sósan,
en ég vissi hún væri tilbúin þegar
ég prófaði að setja skeið í pottinn og 
strjúka með puttanum eftir skeiðinni
og þegar það rann ekki saman aftur þá
vissi ég að sósan væri tilbúin :-)

Svo var lítið annað að gera en að hella sósunni úr pottinum
og sigta hana í skál, veðr að viðurkenna að ég veit ekki
alveg af hverju en held það sé til að hún hlaupi ekki,
þ.e. myndist ekki kögglar :-)

Mmmm.... vanilla!! 

Kakan fékk svo að standa í ca. klukkustund og fór svo með í vinnuna þar sem hún vakti almennt mikla lukku, mér fannst hún allavega hrikalega góð og mun alveg örugglega gera þessa aftur ... og ekki skemmdi sósan fyrir!

Meira síðar.

Ummæli

Jorunn sagði…
NAM NAM NAM!!! Dette skal jeg prøve!! Ser jo helt himmelsk god ut! SLURP!!
Nafnlaus sagði…
mmmmm var alveg einmitt að leita að vanillusósu og eplapæ uppskrift ! þessa mun ég sko nota hérna á eftir :)
Nafnlaus sagði…
þetta mun ég prófa , lítur rosa vel út ... nam namm !
Nafnlaus sagði…
er sneið eftir handa mér ?? kíki til þín í kaffi á eftir :)
Nafnlaus sagði…
hæ setti óvart allt saman í vanillusósunni en sleppur það :/ haha var að prófa hana í fyrtsa sinn :D -Rebekka