Tilraunakjúklingur, Lóuskálar-brauð og eggjasalat án majónes

Stundum lendi ég í vandræðum, stundum langar mig ekki í neitt í kvöldmat og stundum langar mig í eitthvað ákveðið en á þá ekki eitthvað innihaldsefnið og já, stundum nenni ég einfaldlega ekki út í búð að kaupa það sem vantar (kannast nokkur við þetta vandamál?) ... :-)

Vegna þessa vandamáls er lítið annað í stöðunni en að redda sér ...

Þetta vandamál kom einmitt upp um daginn, en mig langaði einmitt að endurtaka cajun kjúklingauppskriftina frá því um daginn, en átti ekki papriku og ekki rjóma ... En í staðinn notaði ég bara það sem mig átti í ískápnum sem var ...

Kjúklingur og krydd
Hvítlaukur
Blaðlaukur og laukur
Ferskt Chilli
Rucola
Kjúklingasoð
Hvítvín


Steikti kjúklinginn með nýja cajun kryddinu mínu

Skar hvítlaukinn smátt 

Steikti hvítlaukinn upp úr smjöri ásamt lauki, blaðlauk
og ferskum ruaðum chilli

hellti svo út á laukblönduna kjúklingasoði og hvítvíni
og leyfði að sjóða í smá tíma 

Bætti svo kjúklingnum saman við og leyfði að sjóða 
smá tíma í viðbót

Hafði auðvitað byrjað á að sjóða spagettí og
bætti spagettíinu út á kjúklinga/laukblönduna
og blandaði vel saman og bætti rucolanu við

Þessi "réttur" kom nokkuð vel út, bragðaðist vel.  Tvennt sem ég myndi hugsanlega breyta er að setja minna kjúklingasoð (setti 2 dl, en 1 dl hefði líklega dugað) og eflaust gott að nota núðlur í stað spagettí.  En allt í allt var þetta bragðgott og var skemmtilega einfalt í framkvæmd.  Ekki skemmdi fyrir að hvorki var rjómi né ostur þannig að þetta var jafnvel barasta pinku hollt :-)

En þetta er ekki það eina sem ég prófaði að elda um helgina, en þannig er nú mál með vexti að mér finnst voðalega gaman að lesa aðra uppskriftavefi og enn meira gaman að fletta í gegnum uppskriftabækur og á förnum vegi rakst ég á um daginn frásögn konu sem hafði keypt sér keramik skál til að baka brauð í.  Ég hugsaði auðvitað strax: "hmm... mikið væri nú gaman að prófa að baka brauð í skál frá Lóu frænku" ... :-)  Í kjölfar þess að algert brauðleysi var á heimilinu ákvað ég að láta verða af tilrauninni og það tókst (auðvitað) nokkuð vel :-)

Uppskriftin sem ég notaði var Aston House Rolls
sem ég prófaði um daginn, enda fannst mér hún stórgóð

Til að taka ekki of mikla áhættu þá gerði ég einfaldlega
eina og hálfa uppskrift og skipti henni í tvennt, 
helmingurinn fór í brauðið og helmingurinn í bollur :-)

Deigið búið að ganga í gegnum tvær hefanir og hér
að verða tilbúið í þriðju hefunina ...

Hnoðaði það svo upp aftur til að smjörið dreifðist vel

Skellti því svo í skálina, sem ég hafði smurt með chilli-olíu
 þar sem það fékk að hefast í klst ...

Tilbúið í ofninn :-)

Brauðið var svo inn í ofninum í ca. 20 mínútur og
leit svona líka vel út þegar það kom út :-)

Jammí :-)

Það gekk svo merkilega vel að ná brauðinu úr skálinni ...

Ekki skemmdi heldur fyrir hvað var gott að skera það
og nammi namm hvað það var gott með hummusinum :-)

Að lokum varð ég að bregðast við smá vanda, þegar maður á svona gott brauð þá er nauðsynlegt að eiga líka gott álegg!  Þá var það sem ég fann uppskrift að þessu fína og holla eggjasalati!
Innilhaldsefnin eru eftirfarandi:
4 egg
1/2 rauðlaukur, saxaður
Skvetta af ólífuolíu
Slatti af ólífum, skornar í bita
Smá af oreganó
Smá af grófmöluðum svörtum pipar
Smá sítrónusafi
Örlítið salt

Eggin harðsoðin samkvæmt kúnstarinnar reglum

Ólífurnar skornar 

Hálfur rauðlaukur, check

og saxaður frekar fínt

Þessu blandað saman í skál ásamt kryddi og ólífuolíu

Eggin eru svo skorin í bita ... 

og blandað saman við ólífu- og laukblönduna :-)

Virkilega einfalt gott og þægilegt!  Ekki skemmdi fyrir hversu gott þetta var í hádeginu í dag, en ég einfaldlega steikti smá beikon og sauð smá pasta og blandaði saman ... yndislegt alveg hreint... og fyrst og fremst fljótlegt :-)

Nú sit ég hins vegar í sófanum og les skýrslur og blogga á meðan ég bíð eftir að engiferdrykkurinn minn sé tilbúinn ... nauðsynleg byrjun á hverjum morgni að fá sér smá engifersódavatn með morgunmatnum, aldrei að vita nema ég hendi uppskriftinni hér inn síðar í vikunni ... en það besta við þessa uppskrift = enginn sykur!

Meira síðar.

Ummæli

Rut sagði…
úff nenniru að minna mig á að lesa ekki bloggið þitt yfir morgunmatnum! Mig langar í kjúkling brauð og eggjasallat, ekki þessa ab mjólk sem ég er að borða:(

þetta lookar geðveikt vel... aldrei að vita nema ég prufi sem fyrst :)
Hrefna sagði…
Hehe... Þú ert ss. ekki búin að gefast upp á engiferdrykkjum?
Dóra Hlín sagði…
Þetta lýtur allt allt of vel út.
Nú langar mig heim að gera eggjasalat - mig langar líka í þetta fallega brauð en nenni ekki að ganga í gegnum þrjár hefanir. Ætli ég láti Rut Tryggvason ekki bara gera það fyrir mig.