Eins og fram kom í síðasta bloggi þér er ég að reyna að venja mig á að taka með mér nesti í hádegismat í vinnu og ég fyrradag bjó ég til algera snilld (þó ég segi sjálf frá) = Hummus og Naan brauð :-)
Naan brauðið hef ég gert oft áður, enda hrikalega gott með indverskum réttum og já, eiginlega bara gott með hverju sem er. Hummus uppskriftin var hinsvegar ný og hún verður tvímælalaust gerð aftur! Þetta reyndist vera virkilega (þegar ég tala um virkilega þá meina ég stórkostlega) bragðgóður og þægilegur hádegismatur og bókstaflega bjargaði mér frá hungurdauða á bæjarstjórnarfundi í gær :-)
Ef við byrjum á Naan brauðinu þá er uppskriftin og aðferðin hrikalega einföld:
2-3 tsk þurrger
2 dl volgt vatn
1/2 dl sykur
3 msk mjólk
1 egg, slegið
2 tsk salt
~ 9 dl hveiti
1/2 dl smjör, brætt
Naan brauðið hef ég gert oft áður, enda hrikalega gott með indverskum réttum og já, eiginlega bara gott með hverju sem er. Hummus uppskriftin var hinsvegar ný og hún verður tvímælalaust gerð aftur! Þetta reyndist vera virkilega (þegar ég tala um virkilega þá meina ég stórkostlega) bragðgóður og þægilegur hádegismatur og bókstaflega bjargaði mér frá hungurdauða á bæjarstjórnarfundi í gær :-)
Ef við byrjum á Naan brauðinu þá er uppskriftin og aðferðin hrikalega einföld:
2-3 tsk þurrger
2 dl volgt vatn
1/2 dl sykur
3 msk mjólk
1 egg, slegið
2 tsk salt
~ 9 dl hveiti
1/2 dl smjör, brætt
Gerið sett í volgt vatnið og hrært saman og látið bíða
Hræra saman sykri, mjólk, eggi, salti og svo blanda
hveitinu við smátt og smátt, til að minnka líkur á að
deigið verði of þurrt - mikið betra að bæta við
smá hveiti heldur en vatni :-)
Blandi blandi blandi
Deigið tilbúið til hefingar ...
Lítur vel út eftir ca. klukkutíma hefingu
Þá er að hafa tilbúið bráðið smjör og heita pönnu :-)
Teka smá handfylli af deigi ...
Móta með puttunum þannig að lítið flatbrauð myndast,
smyrja svo aðra hliðina með smjöri (ég verð að
viðurkenna að ég nota bara eldhúspappír til þess þar
sem ég á ekki pensil (hint hint ég á afmæli í febrúar)
Setja svo brauðið á pönnuna, smurðu hliðina niður
Á meðan sú hlið steikist er hin hliðin smurð :-)
Svo er bara að snúa við eftir smá tíma,
ég reyni að hafa þau ekkert of lengi á pönnunni,
og alltaf styttra á seinni hliðinni
Nammi nammi namm - hrikalega gott líka bara með
smjöri og osti :-)
Naan brauðið tilbúið með hummus!
Þá er það hummusinn ...
1 dós kjúklingabaunir (nota niðursoðnar, auðveldara ...), hella af vökvanum en geyma 75 ml af honum
75 ml hnetusmjör eða tahini (ég notaði hnetusmjör þar sem tahinið mitt var útrunnið)
2 1/2 msk sítrónusafi (ég notaði meira)
2 msk ólívuolía
2-3 hvítlauksgeirar, saxaður
Smá salt
Smá cayenne pipar (ég notaði töluvert meira en smá)
Allt sett í matvinnsluvélina nema kjúklingabaunirnar
sjálfar ... saxað og blandað vel og vandlega
Lúkkar vel ;-)
Kjúklingabaununum bætt útí
og svo hrært meira :-)
Hellti svo blöndunni í box, voða fínt og gott, þangað
til í smakkaði, úff, alltof mikið hnetusmjörsbragð!
Þá var bara eitt í stöðunni, setti góðan slatta
af sítrónusafa og annan góðan slatta af cayenne pipar
og svo góðan slatt af svörtum grófum pipar og
hrærði svo bara saman með gaffli og smakkaði til
Nammi nammi namm, gott og sterkt eftirbragð! Tvímælalaust nýja uppáhalds hummus uppskriftin mín :-)
Meira síðar.
Ummæli
(á matseðlinum þeirra er í boði svona nanbrauð með hummus ;) )