Marrakesh pizza

Í gærkvöldi leitaði ég á nýjar slóðir, eða til Marakkó.  Ástæða þess var sú að næsta stóra tilraunaeldhús verður svo stórfenglegt að ég neyddist til að vera með smá "test-run" áður en til raunverulegu tilraunarinnar kæmi.  Planið er sum sé að næsta stóra tilraunaeldhús verði með Marakkósku þema, en dyggir lesendur mega eiga von á glaðning strax nú um næstu helgi :-)

Nema hvað, ég skellti sum sé í Marrakesh pizzu og eins og stundum áður þá efaðist ég um að ég væri að gera rétt í hverju skrefi matargerðarinnar, satt best að segja þá var ég um tíma á mörkunum að hætta við og panta bara pizzu ... :-)  Nema hvað, ég hélt í hugsunin "gott hráefni, góður matur"!

Marrakesh pizza er ólík ítölskum systkinum sínum að því leiti að álegggið er hnoðað inn í deigið í stað þess að dreifa því ofan á = heilmikið ævintýri.


Uppskriftin var eftirfarandi (fengin úr bókinni: The African and Middle Eastern Cookbook)
Deigið
1 tsk sykur
2 tsk þurrger
8 dl hveiti
2 tsk salt
Bráðið smjör til að smyrja (ég sleppti því)

Fyllingin
1 lítill laukur, fínt skorinn
2 tómatar, afhýða (sleppti því), fræhreinsa og skera í bita
Slatti af skorinni ferskri steinselju (1 1/2 msk segir uppskriftin)
Slatti af skornu fersku kóriander (1 1/2 msk segir uppskriftin)
1 tsk paprikuduft
1 tsk cumin
15 ml matarolía (á að vera 50gr rifið palmín eða e-ð slíkt, en eins og mamma benti á þá er það hert fita = ekki
         hollt og því sleppti ég því auðvitað
40 gr rifinn ostur

Rúkóla og ólívur til að borða með.

Þá kemur að því ævintýralega :-)

Þetta byrjaði nú ósköp venjulega með sykri og geri ...

og 150 ml. af heitu vatni hrært saman við ...

Þetta var svo látið standa í ca. 10 mínútur og það 
fór að freyða eins og kúnstarinnar reglur gera ráð fyrir

Á meðan var laukurinn skorinn ...

og settur í skál ...

Tómatarnir hreinsaðir og þvegnir með vatni,
ætlaði að nota heitt vatn og skinnhreinsa þá ...
en hreinlega nennti því svo ekki :-)

Svo var það kóríanderinn ...

ásamt steinseljunni ...

allt saman sett í skálina með lauknum ...

Ásamt cumin og papriku og olíu :-)

Þá var lítið annað að gera en að hræra þetta saman

ásamt ostinum og fyllingin þá tilbúin! 

Þá hófst deiggerðin með hveiti og salti ...

hellti svo gerblöndunni út í 
ásamt slatta af heitu vatni (ca. 2 dl)

og svo var bara að hnoða eins og venjulega :-)

Skipti svo deiginu upp í fjóra búta 

og svo var bara að fletja það út samkvæmt 
nákvæmum mælingum (ca. 20x30cm)

Skella svo fyllingunni í miðjuna ...

og brjóta þetta svo í þrennt 

sem gekk svo sem ágætlega, braut það svo aftur ...

og þá kom það furðulega ... að fletja það út aftur
og brjóta það svo aftur saman

Svona leit þetta út að lokum ... held að þessar 
sem eru vinstra megin á myndinni séu 
nær því hvernig þetta á raunverulega að vera :-)
Svo leyfði ég þessu að jafna sig í ca. 30 mín.

Eftir það var lítið annað að gera en að skella þessu í 
ofninn, en raunverulega á að smyrja báðar hliðar 
með smjöri og seikja á svona grillpönnu en þar sem
ég á ekki slíka pönnu (hint hint ég á afmæli í febrúar)
þá var lítið annað að gera en að henda þessu á ofnplötu
stilla ofninn á 250°C og grill ... snéri þeim svo við eftir
ca. 5-6 mínútur og ... 

Að lokum leit þetta svona út :-)

Girnilegt ekki satt? 

Já, þetta var svo reyndar nokkuð gott - þó mér hafi þótt mega vera aðeins meira bragð, en mig grunar að það sé ekki alveg að marka bragðlaukana mína þessa dagana þar sem ég hef verið að nota svo mikið chillí í alla matargerð síðustu vikur!  Mömmu fannst þetta a.m.k. mjög gott og Dagný vinkonu líka, mér fannst þetta svo reyndar alveg virkilega gott í dag, en ég tók auðvitað afganga með mér í vinnuna :-)

Sem sagt, nokkuð skondið ... sérstaklega þegar verið er að fletja þetta út og fyllingin fer út um allt, en þá er bara að troða henni aftur inn í eins og hægt er, bíta á jaxlinn og halda áfram ... þetta er alveg þess virði!

Meira síðar.

Ummæli

Rut sagði…
baah þú ferð með mig, þetta er alltaf svo girnilegt hjá þér :D
Vestfirðingurinn sagði…
Rut, það er svona að búa í Reykjavík, verður bara að koma oftar vestur og þá er aldrei að vita nema þú fáir e-a að smakka :) ... svo er bara um að gera að prófa sjálfur, þetta er yfirleitt ekkert svo flókið :)