Marokkóskt matarboð - 5 réttir

Ég lagðist í nokkuð stórvirki í gær (þó ég segi sjálf frá) og hélt matarboð með marokkósku þema :-)

Í samræmi við þemað varð auðvitað að hafa slatta af mismunandi réttum og endaði ég á að velja 5 rétti til að bjóða.  Nú verð ég enn og aftur að viðurkenna að ég var dauðhrædd við þetta, enda sæmilega flóknir réttir og svo lenti ég í smávægilegum vandræðum með að finna öll hráefnin, en það reddaðist allt saman og þetta var virkilega skemmtilegt kvöld með góðum mat og enn betri vinum!

Vegna eðlis þessara rétta og vegna tímaskorts (var að vinna á göngumóti uppi á Seljalandsdal í gær, vá hvað gönguskíðafólk á Ísafirði eru algerar hetjur og mikið dugnaðar fólk :) þá varð ég að byrja að elda á föstudaginn.  Þar sem að einn rétturinn (Shlata Chizo) krafðist þess að fá að "marinerast" í allt að tvo daga þá hentaði auðvitað mjög vel að drífa í að gera hann.  Þá tók ég mig líka til og skar niður allt grænmeti og setti einfaldlega í dollur og geymdi út á svölum til næsta dags, enda það sem tekur langmestan tíma (þ.e. að skera niður grænmetið).

En til að hefja matseðilinn og hætta þessu blaðri þá byrjaði ég á að gera fordrykk sem var hrikalega einfaldur: Freyðivín og granatepli.  Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef notað granatepli og þau eru eiginlega bara góð :-)

Byrjaði á að skera botninn af, reyndi að passa að skera
ekki í "blöðurnar", en auðvitað tókst það ekki alveg en
það kemur ekki að sök.

Svo skar ég fjórar þunnar rifur í ávöxtinn og svo
einfaldlega reif ég hann í tvennt, og svo aftur í tvennt

og svo var lítið annað að gera en að rífa "blöðrurnar"
úr ávextinum og safna saman í skál.  

Svo setti ég einfaldlega slatta af "blöðrum" í botninn á hverju glasi og hellti svo freyðivíni yfir og það kom bara vel út :-)
Ég gleymdi að taka mynd af glösunum 
þannig að í þetta skiptið verðið þið að
sætta ykkur við eina lélega mynd :-)

Auðvitað voru ólífur með fordrykknum 
(og raunar öllum réttunum) 

Eftir að fordrykknum lauk var fyrsti rétturinn borinn fram.  Fyrsti rétturinn hét Shlata Chizo sem er einfaldlega hrátt gulrótarsalat. Uppskriftin er fyrir 5-6 manns, en ég gerði eina og hálfa uppskrift í þetta skiptið þar sem við vorum aðeins fleiri.

Uppskriftin er eftirfarandi (fékk hana á epicurious.com)
500 gr rifnar gulrætur
1/2 dl ólífuolía
3-4 msk sítrónusafi
1/2 dl kóríander og/eða steinselja
2-4 hvítlauksgeirar
1/2 tsk cumin
1/4 tsk kanill
1 tsk paprika
Smá salt
1 msk grænt chilli skorið
1/2 tsk cayenne pipar

Aðferðin var skemmtilega auðveld :-)

Slatti af gulrótum ...

Byrjaði á að skera af endana og hreinsa þær

Svo var það bara gamla góða leiðin til 
að rífa þær, en sérstaklega var tekið fram
í uppskriftinni að þó auðvitað væri hægt 
að rífa þær niður í vél, þá væri það betra
að rífa þær niður í höndum þar sem 
rifrildið verður stærra.

Svo var bara að setja öll hin innihaldsefnin
út á gulræturnar, hér er ég að hella 
sítrónusafanum yfir ...

Skera kórieander og svo steinselju ...

skella út í skálina ...

Hvítlaukurinn kominn, skorinn smátt

og svo voru það kryddin ...

og chilli-ið auðvitað :-)

Svo var bara að blanda öllu saman og svo látið 
standa í lokaðri skál í sólarhring ...

Svo setti ég þetta einfaldlega í fallegri skál og hrærði 
aðeins upp í þessu ...

og bar fram með rúkóla og fetaosti :-)

Þessi réttur var líklega einn af þeim betri þetta kvöldið og alveg örugglega sá sem kom mest á óvart.  Það var djúpt kryddbragð og svo nokkuð gott og sterkt eftirbragð sem kom sterkt inn.  Einfaldur og ferskur réttur, frábær sem forréttur og gæti alveg gengið sem t.d. léttur hádegisverður.

Næsti réttur var aðeins flóknari og sá réttur sem ég held að flestir hafi verið sammála um að hafi verið besti réttur kvöldsins, þó gulrótarétturinn hafi verið nefndur líka.  Þessi réttur var kryddað kefta með sítrónu og var eiginlega alveg hrikalega góður, allavega uppáhaldið hjá mér :-)

Næstu uppskriftir eru úr bókinni The African and Middle Eastern Cookbook.

Innihaldsefnin voru eftirfarandi (uppskrift fyrir 4, ég gerði tvöfalda uppskrift):
450 gr lambahakk (ég viðurkenni að ég fékk ekki lambahakk þannig að ég blandaði saman svínahakki og
           nautahakki eftir ráðleggingu frá mömmu (sem er auðvitað snilldarkokkur))
3 stórir laukar, hakkaður
Búnt af slatti af steinselju, skorið
1-2 tsk kanill
1 tsk cumin
Smá cayenne pipar
3 msk (40 gr) smjör
25 gr engifer, fínt skorið
1 stk rautt chillí, fínt skorið
Smá saffron
Búnt af kóriander, skorið
Sítrónusafi úr einni sítrónu
300 ml vatn
1 sítróna, skorin í fernt
Salt og svartur pipar

Byrjaði á því að setja hakkið í skál 

Svo var lítið annað að gera en að rífa laukinn ...
endaði reyndar á því að henda þessu öllu í vélina
og láta hana sjá um að rífa þetta fyrir mig ... 
var hágrátandi í eldhúsinu :-)

Þá var bara að skera steinseljuna 

og setja þetta allt út á kjötið, þ.e. helminginn af lauknum
og svo steinseljuna, kanil, cumin og cayenne pipar. 

Svo hrærði ég þetta allt saman með höndunum 

og bjó til ca. hnetustórar kúlur :-)

Þá var það að taka fram djúpu pönnuna og bræða þar
smjörið ásamt restinni af lauknum, engiferinu, 
chilli og saffron og láta suðuna koma upp

Svo notaði ég grilltöng til að setja bollurnar út í 
og svo var lokið einfaldlega sett yfir og þetta látið malla
í ca. 20 mínútur. 

Ca. 20 mínútum seinna tók ég lokið aftur af ...

og setti sítrónubitana út í og lét sjóða ca. 10 mín í viðbót

Þá setti ég smá kóríander ofan á til að skreyta :-)

Þetta var svo borið fram með marokkósku brauði
sem ég hafði bakað fyrr um daginn, sem og pítubrauði

Þetta var virkilega góður réttur sem ég mun örugglega gera aftur.  Hann var svolítið öðruvísi á bragðið, sterkur en samt með léttu sítrónubragði sem gerði ótrúlega mikið.  Sósan er nokkuð súpukennd, tær og létt, enda notar maður brauðið til að þurrka hana upp.  Nammi namm, fæ vatn í munninn bara við að rifja þetta upp :-)

Þá er líklega best að segja frá brauðinu.  Uppskriftin er auðvitað marokkósk og heitir einfaldlega Marokkóskt brauð.

Innihaldsefnin eru:
5 dl hveiti
3 dl heilhveiti
2 tsk salt
2 dl heit mjólk og vatn blandað saman
2 tsk sesamfræ
1 1/2 dl heit mjólk og vatn blandað saman
1 tsk sykur
2 tsk þurrger

Byrjaði á að hita 1 1/2 dl mjólkina og vatnið 


Helti því svo í litla skál ...

og gerið út í ... og svo látið standa þangað til freiðandi
... verð að viðurkenna að e-a hluta vegna gerðist það ekki

Þá var bara að blanda saman hveitunum og salti,
setti óvart smá rúgmjöl líka :-þ

Hella svo gerblöndunni út á ...

og svo 2 dl mjólk og vatni (50/50) líka og hnoða saman

allt þar til þetta leit svona út :-)

Skipti því svo í tvennt og kom fyrir á ofnplötu ...

Leyfði því að hefast í 1 1/2 tíma og setti svo sesamfræ
ofan á, smurði með smá bræddu smjöri fyrst

Svo var bara að setja það inn í ofnin í 12 mín við 200°C
og svo minnkaði ég hitann í 150°C og brauðið var áfram
inni í ca. 20-30 mínútur.

Leit voðalega vel út :-)

Ég verð víst samt að viðurkenna að ég klúðari einhverju í brauðinu, því það lifti sér einfaldlega ekki.  Í staðinn var það bragðgott en mjög þétt í sér og þ.a.l. ekki alveg nógu sniðugt í sósuna ... en það gengur betur næst!

Þá var það næstsíðasti rétturinn sem var couscous frá Casablanca!

Uppskriftin var:
3 rauðlaukar, skorið í fjórðunga
2-3 zucchini, helmingað langsöm og skorið í 2-3 bita
2-3 paprikur, hreinsaðar og skornar í bita
2 eggaldin, skorin í 6-8 bita
2-3 blaðlaukar, skornir í langa bita
2-3 sætar kartöflur, hreinsaðar og skornar í langa bita
4-6 tómatar, skornir í báta
6 hvítlauksgeirar
25 gr engifer, skorinn í bita
Ferskt rósmarín
2 tsk fljótandi hunang
Salt og svartur pipar
Jógúrt og chillisósa (notaði grískt jógúrt og hunts chillisósu)

Couscous-ið sjálft
500 gr couscous
1 tsk salt
6 dl heitt vatn
1 msk sólblómaolía
2 msk smjör, bitað

Laukurinn reddí til skurðar

Skorinn í fernt

Zucchinið í stuði

Skorið langsöm

og svo í grófa bita ...

Eggaldinið flott að venju :-)

Endinn skorinn af og svo skorið í bita langsöm

Blaðlaukurinn reiðubúinn til skurðar

og skorinn fyrst í stóra bita

og svo í minni bita langsöm

Þrjár fallegar sætar kartöflur ...

Hittu hníf sem skar þær bita :-)

Hreinsaði þær ...

og skar þær í bita 

Engiferið alltaf gott :-)

og skorið í bita!

Svo var bara að henda öllu í ofnskúffuna


Paprikan gróft skorin

Helling af ólífuolíu hellt yfir og rósmarín

Svo var þessu hent inn í ofn í 1 1/2 tíma við 200°C

Svo var það kúskúsinn settur í skál

Heitt vatn hellt yfir og látið standa í ca. 10 mínútur
og þá olíunni hellt yfir og þetta hrist saman með puttunum

Svo var smjörklípum dreift ofan á

Álpappír settur utan um og sett í ofninn í 10 mín við 200°C.

Svo var grænmetinu einfaldlega hellt yfir og þetta
borið fram með jógúrt og chillisósu.

Þetta var svo sannarlega gott, sérstaklega með chillisósunni :-)

Þá var það að lokum síðasti rétturinn, Pastilla með bönunum og eplum sem var eitt það furðulegasta sem ég hef gert ... en í staðinn fyrir að skera banana í bita þá voru þeir notaðir heilir ... mjög áhugavert.

Uppskriftin er eftirfarandi:
Filo deig (sem var því miður ekki til í búðinni þannig að ég gerði mitt eigið ...)
10 bananar
8 epli (notaði 7)
Fljótandi hunang
1 tsk timjan (ferskt, notaði samt þurrkað) 
1/2 tsk ferskt lavander (sem var auðvitað ekki til á Ísafirði þannig að ég sleppti því bara, setti bara aðeins
      meira rósavatn í staðinn)
1/2 hnetuolía (sleppti því líka) 
1 tsk kanill (plús meira til skreytinga)
1 msk rósavatn
2 dl hakkaðar möndlur
1 msk smjör

Filo deig uppskriftin:
4 dl hveiti
1/2 tsk hvítvíns- eða borðedik
1/2 tsk ólífuolía
Safi úr 1/4 sítrónu
1/3 dl vel heitt vatn

Hveiti sett í skál og smá vatn og edik sett með

Svo notar maður gaffal til að blanda saman og bætir
svo við ólífuolíunni, sítrónusafanum og restinni af
vatninu og hnoðar ... 

Þá lítur þetta e-n svona út :-)


Svo var bara að fletja út ... úff, hugsaði allan tímann
hvað mig langar mikið í pastavél til að fletja svona út :-)

 Að lokum var ég komin með nógu þunnt deig til að 
setja í botninn á eldföstu formi ...


Þá var það þetta skrýtna, að nota heila banana ...

Skera eplin

í fullt af bitum :-)

Þá setti ég smjör á pönnu og bræddi ásamt timijan, 
hunangi og kanil.  Bætti svo við rósavatninu.

Þá setti ég bananana ...

alla 10 í pönnuna og reyndi að maka þá í sósunni

Setti ca. 1 dl af möndlum í botninn 

Tók banana af pönnunni og endurtók ferlið með
banana með eplunum.

Hrærði vel til að þau fengju sósu á sig 

og bætti svo við ca. 1/2 dl af möndlum

Ég setti bananana í botninn á forminu ...

hellti svo eplum og restinni af möndlunum yfir :-)

Svo setti ég hinn helminginn af deiginu yfir,
þar sem ég var ekki að fara að elda þetta strax
setti ég blautt þurrkstykki yfir til að deigið þornaði ekki

Þegar kom að eftirréttinum sigtaði ég smá flórsykur yfir

og setti svo kanillínur til að gera þetta fínt :-)

Þetta var svo sett inn í ofn og látið vera þar við
200°C í 10 mínútur og svo hitinn lækkaður í 100°C 
í fimm mínútur í viðbót :-)

Girnilegt ekki satt?

Svo var þetta einfaldlega borið fram með vanilluís og
smakkaðist yndislega! :-)

Allt í allt alveg hreint yndislegt kvöld með frábæru fólki og góðum mat sem var einmitt aðeins öðruvísi en venjulega, aðeins annað bragð og annað yfirbragð og það er alltaf gaman að breyta til!  Marokkóskur matur kemur sterkur inn og verður alveg örugglega aftur á borðinu síðar.  Ef þið ákveðið að prófa þá hef ég aðeins eitt ráð: Munið eftir að eiga nóg af kanil :-)

Meira síðar.


Ummæli

ErlaHlyns sagði…
Mikið svakalega ertu myndarlega. Virkilega gómsætt hjá þér.
Vestfirðingurinn sagði…
Takk kærlega fyrir :)
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Það var mjög gaman hjá þér og maturinn flottur og góður. ÉG lofa þó ég virðist allaf hafa verið fúl á svipinn hehe :D
Vestfirðingurinn sagði…
Takk Bryndís sömuleiðis fyrir frábært kvöld :) ég held við höfum bara alltaf verið að ræða svo alvarleg málefni þegar ég tók myndirnar :).
Unknown sagði…
Er þetta lengsta bloggfærsla í heimi?
En mikið er þetta flott, spurning um að þú bjóðir mér í mat frekar en öfugt.
Hvernig myndavél tókstu þetta á?
KK dja.
Vestfirðingurinn sagði…
Heh, Daníel já, þetta er a.m.k. alveg örugglega lengsta bloggfærsla í heimi sem ég hef skrifað :)

Ykkur verður alveg örugglega boðið í mat von bráðar og hver veit nema ég sýni þér myndavélina mína í leiðinni.