Gulrótarengifersúpa og hvítt-snilldar-brauð

Þetta var kvöldmatur gærdagsins ...


Í anda þess að prófa nýjar uppskriftir og gera hlutina frá grunni hef ég svona leynt og ljóst verið að leita að góðum brauðuppskriftum.  Ég veit ekki hvað það er sem fer í mig í brauðinu út í búð, rotvarnarefni eða hvað, en einhverja hluta vegna líður mér misvel af þeim en ég að lifa af án brauðs?? Kemur ekki til greina :-)

Nema hvað, ég fann brauð (hallelúja)!  Það sem meira er, það er orðið þriggja daga gamalt og er enn ætt og ég er að verða búin með heilt brauð, en ég verð að viðurkenna að ég hef alltof oft hent brauði ... :-/

Uppskriftin góða er eftirfarandi:
1 1/2 msk þurrger
1/2 dl sykur
5 dl hveiti
6 dl (vel) heitt vatn
1 dl hveiti
1 dl matarolía
1,5 msk salt (ég myndi láta kúfaða 1 msk duga)
8-10 dl hveiti
= 14-16 dl hveiti :-)

Byrjaði á því að setja ger og sykur saman í skál ...

Bætti svo út í 5 dl af hveiti og 6 dl af heitu vatni, 
lítur út fyrir og er mjög blautt :-)

Þá bætti ég út í 1 dl hveiti, 1 dl matarolíu og saltinu ...

Blandan orðin aðeins þykkari ... Eins og sjá má
þá blandaði ég þetta deig í höndum, en auðvitað er
hægt að nota líka vél til að gera þetta, en verð að 
viðurkenna að vélin mín er ekki nógu stór til að taka
við svona miklu hveiti og þá er það bara gamla góða
sleifin sem blívar!

Svo var bara að bæta við hveiti ...

og meira hveiti ... 

Allt þar til deigið fór að vera almennilega deiglegt

og leit að lokum svona út :-)

Þá var ekkert annað en að leifa því að hefast í 
eins og þrjú korter til klukkutíma

og kýla það svo niður :-)

Eftir að hafa náð deiginu niður þá skipti ég því í tvennt,
 enda nóg deig í tvö brauð ...

Þá flatti ég það örlítið út ... 

og braut það saman ...

og bjó til "brauðhleif" ...

sem ég skellti svo í form.

Þá var ekkert annað að gera en að búa til annað brauð
en ég flatti það einnig út og skar svo tvær rifur í 

og bjó til þessa fínu fléttu :-)

Sem ég skellti líka í form 

Ég leyfði svo brauðunum að lyfta sér í formunum ...

undir röku þurrkustykki ...

Þangað til brauðið hafði lyft sér upp fyrir formið og 
þá skellti ég því inn í 180°c í 33 mínútur 

og svona leit þetta út komið út úr ofninum ...

Mmmmm...


Girnilegt ekki satt? 

Brauðið var virkilega gott, var þó aðeins í saltari kantinum fyrir minn smekk og þess vegna mæli ég með að láta duga 1 msk af saltinu.  Svo er næsta skref að aðlaga uppskriftina aðeins, ætla t.a.m. að prófa næst að nota 5 kornablöndu og/eða heilhveiti ... leyfi ykkur að fylgjast með :-)

Þegar maður á svona gott brauð þá er auðvitað fátt betra með heldur en góð súpa!  Það er algert engiferæði á heimilinu og því var augljóst mál þegar ég rakst á gulrótarengifersúpuuppskrift að prófa hana ... ekki skemmdi fyrir að ég átti poka af gulrótum sem voru að skemmast og því hægt að slá margar flugur í einu höggi!

Uppskriftin var mjög einföld ...
1 laukur
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk engifer, afhýða og skera í þunna  bita
Slatti af gulrótum (ca. 9 meðalstórar)
3 msk ólífuolía
4 dl grænmetissoð
2 dl sojamjólk
1 msk agave- eða hlynsýróp
1 tsk svartur pipar
Salt 
1 þurrkaður chilli

Aðferðin var enn einfaldari ...

Skar niður hvítlauk, engifer og lauk ...

Skellti 2 msk af kjúklingasoði og svo því sem skorið
hafði verið í pott og steikti 

Mmmm hvað það var góð lykt :-)

hreinsaði svo og skar gulrætur í grófa bita

Hellti soðinu, gulrótunum, sojamjólkinni, sýrópinu,
chilli og svörtum pipar út í pottinn 

Leyfði þessu svo að sjóða í smá tíma ...

eða þangað til gulræturnar voru farnar að mýkjast ...

en þá var ekkert annað að gera en að leyfa þessu að 
kólna aðeins og skella svo í blandarann ... gerði fyrst
2-3 dl, og svo aðra 2-3 dl ...

Þangað til öll súpan var komin ofan í blandarann ...

Nammi namm, appelsínugult og fallegt!

Komið í skál frá Lóu frænku :-)

Súpan tilbúin og brauðið góða með ...

Þetta reyndist alger snilldar kvöldverður og ekki síðri hádegismatur í dag, sérstaklega ef þið eruð hrifin af engifer og almennt sterkum mat :-)  Þetta verður eflaust prófað aftur hér á heimilinu, fannst alveg pinku gaman að nota blandarann ... en ég verð víst að viðurkenna að það hef ég ekki gert áður, þ.e. ekki notað hann til að mauka súpu áður, er nefnilega yfirleitt meira fyrir tærar súpur, já eða þessar gömlu góðu.  Þetta er samt frábær tilbreyting einmitt frá þeim súpum og kemur "sterk" inn!

Meira síðar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Nammi namm...ég er bara að fara að gera þetta brauð núna :) Spurning um að sleppa því að gera ýsu í raspi í kvöld og skella sér í súpu gerð! Ég nota oft blandarann þegar ég er að gera svona "grænmetissúpur" gengur svaka vel ofan í krakkaskarann ;)

Hlakka til að sjá meira :)

Kveðja
Halldóra Harðar
Hrefna sagði…
Namm - mig langar í svona súpu :) Aldrei að vita nema ég prófi við tækifæri!