Tilraunaeldhúsið - Jólasælgæti

Eftir vikudvöl í Reykjavík gafst nú ekki mikill tími í að klára allt sem klára þurfti fyrir jólin, en það hafðist :-)

Eftir að við systkinin höfðum brunað í gegnum Vesturlandið alla leið til Ísafjarðar þann 22. desember var farið beint í eldhúsið þar sem við Dóra Hlín gerðum jólanammi, heppnaðist ótrúlega vel :-)

Innihaldið var mjög einfalt, súkkulaðidropar (hvítir, mjólkur og dökkt), kókos/mjöl, jólabrjóstsykurstafi, sykurpúða og ýmislegt skrautdót.

Bræddi súkkulaðið í skál(um) í örbylgjuofninum.
Stillti kraftinn í 560 og tók ca. 3 mín, tók svo út
og hrærði í og setti svo inn aftur eftir þörfum

Svo setti Dóra Hlín sykurpúða á prik og svo var þeim
einfaldlega dýft ofan í súkkulaði og svo brjóstsykur eða
annað skrautdót og svo leyft að þorna

Flottir? :-)

Mjög flottir eiginlega :-)

Svo gerðum við líka kransa úr hvítu súkkulaði og kókos

Lítur vel út ekki satt? 
 Heppnaðist betur en við þorðum að vona.  
Settum svo skrautkúlur ofan á og svo beint inn í ískáp
þar sem þetta fékk að stífna yfir nóttu :-)

Þá voru það jólahjörtun, ótrúlega einfalt og skemmtilegt
Tveir sælgætisstafir einfaldlega settir saman þannig
að þeir myndi hjarta, svo bráðið súkkulaði á 
milli þeirra ...

og skrautdót ofan á :-)

Varð smá slys með dökkasúkkulaðið ;-) 

Bragðgott og skemmtilegt!

Hér eru svo sykupúðasleikjóarnir tilbúnir :-)


Smá slys í upphafi = of mikið súkkulaði, ekki nóg af kókos


Á aðfangadag gerði ég svo brauðbollur til að hafa með súpunni. Í stað uppskriftarinnar frá því í fyrra ákvað ég að gera Astor House Rolls brauðið sem ég gerði fyrir aðventufundinn um daginn, vá hvað það er gott!  Þá stóðst ég ekki freistinguna og gerði jólatré :-)

Hér er brauðið hefað og fínt :-)

Tekur sig vel út á jólaborðinu ekki satt?

Í gær og í dag gerði ég svo karamellu og makkarónukökur.  Sannast sagna voru heppnaðist það alltof vel :-/  Er pinku hrædd um að ég eigi eftir að rúlla í vinnuna eftir helgi  ... En þær uppskriftir koma inn á morgun, í síðasta bloggi ársins :-)

Meira síðar.

Ummæli

Ég er yfir mig hrifin af þessari síður Albertína. Þetta er svo flott framsett, ég á sko oft eftir að kíkja í heimsókn á þessa síðu.

Kær kveðja Gróa
Vestfirðingurinn sagði…
Takk Gróa, virkilega gaman að heyra! :) Gleðilegt nýtt ár!