Mini-tilraunaeldhús 2

Síðustu daga hefur mig langað ólýsanlega mikið í gott panini.  Af hverju það er get ég ekki útskýrt en þannig er það bara.  Þetta byrjaði hjá mér með því að ég var að velta fyrir mér e-u sniðugu til að taka með í vinnu til að borða í hádegismat og fletti í gegnum bækur og fór inn á uppáhaldsmatarsíðuna mína: Foodgawker.  Þar var ótal oft bent á hvað panini væri sniðugur "lunch".  Allsstaðar voru allskonar uppástungur um hvernig álegg væri hægt að nota, en hvergi fann ég sniðugar uppskriftir að brauði, en mér fannst einhvernveginn algert grundvallaratriði að ég myndi nota gott brauð í þennan hádegismat minn og helst brauð sem ég hefði bakað sjálf.  Því hefur sá litli frítími sem ég hef átt síðan farið í að leita að einhverri sniðugri brauðuppskrift sem ég gæti notað í panini :-)

Loks fann ég hana - reyndar í formi "dinner-rolls" í blaðinu "Food Network Magazine", en fundin er hún og nú hefur hún verið prófið og verður fyrsta panini-ið gert á morgun :-)

Brauðið var raunar skemmtilega einfalt að gera, kom mér svolítið á óvart þar sem ég er alltaf pinku óörugg þegar ég geri brauð, svo ótal margt sem þarf að hafa í huga - hefun, hnoðun og bakstur - hvernig getur maður til að mynda verið öruggur um að brauðið sé tilbúið og ekki hrátt að innan??

Nema hvað, svona gekk baksturinn fyrir sig ...

Uppskriftin kom úr þessu blaði sem inniheldur, 
oft mjög skemmtilegar og girnilegar uppskriftir!

Fyrst blandaði ég saman heitu vatni og þurrgeri ...

Blandaði það vel saman ...

Hrærði svo saman í vélinni mjólk og bræddu smjöri

Sem var ekki beint snyrtilegt ... :-)

Svo var gerinu blandað saman við 
- átti reyndar að vera búin að setja saman 
við gerið bæði sykri og hveiti, en gleymdi því auðvitað ... 
en held það hafi ekki komið að sök 

Bætti svo við eggi

... og svo hveiti ...

Hrærði saman eftir kúnstarinnar reglum,
en það var sérstaklega tekið fram að deigið
ætti að límast við stöngina,

Svo hnoðaði ég það örstutt á borðinu og lét svo hefast í ca. 3 tíma

Svona leit það út eftir hefinguna

Flatti svo deigið út ...

Skar það í bita ...

Rúllaði því saman ...

Bjó til brauð"rúllu" ... Já, ég veit - pinku ójafnt :-)

Svo 20 mínútum seinna kom þetta stórflotta brauð út 
og ég hlakka til að fá mér panini á morgun ...

Þetta gekk sem sagt betur en ég þorði að vona ... svo verður vandinn á morgun að velja álegg, en held að það stefni í beikon, papriku, ólívur, mozzarella, sveppi jafnvel og eflaust e-ð fleira sem mér tekst að týna út úr ískápnum!

Meira síðar.




Ummæli

Harpa O sagði…
nammi namm! girnilegt!