Mini-tilraunaeldhús 2 - Uppskriftin

Þar sem ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um uppskriftina að brauðinu þá er hún eftirfarandi:

Athugið að þetta er full uppskrift, en ég gerði bara hálfa uppskrift í gær þar sem mér fannst þetta svolítið stór uppskrift :-)

Parker House Rolls
1 lítill þurrgerspakki
1 dl sykur
15-16 dl hveiti (auk hveiti til að hnoða upp úr)
12 msk/~170 gr brætt ósaltað smjör (auk smjörs til að pensla brauðið eftir bakstur)
4 dl nýmjólk
2 stór egg
1 msk kosher salt (ég setti ekki nema helmingin af saltinu því ég var með saltað smjör)

1. Byrjað er á að setja gerið út í 1 dl heitt vatn og hræra því saman, bætið svo við sykrinum.  Látið svo standa í ca. mínútu og bætið þá við 2 dl hveiti.  Blandið saman og látið svo standa meðan restin af deiginu er undirbúin.  Hér klikkaði ég, eins og fram kom í fyrra bloggi, og setti bara saman vatnið og gerið og lét standa og helti svo bara út í deigið.


2. Blandið saman bræddu smjöri og mjólk í hrærivél við lágan hraða.  Bætið svið eggjunum og hrærið áfram.  Bætið svo við germixtúrinni og svo restinu af hveitinu og salti.  Hrærið þangað til að deigið fer að myndast, bætið við smá hveiti ef deigið er of blautt.  Athugið að deigið ætti að safnast í kringum krókinn og dragast frá hliðum skálarinnar.

3.  Setjið deigið í skál (gott er að smyrja hana) og setjið þurrkustykki yfir, látið skálina svo standa á heitum stað í 2-3 tíma.  Deigið ætti að tvöfaldast.

4.  Stillið ofninn á 190°c blástur og undirbúið plötu með bökunarpappír (eða hvað svo sem ykkur finnst þægilegast).  Setjið hveiti á borðið og hvolfið deiginu á borðið.  Notið hendurnar til að mynda ferhyrning (ca. 41x20 og c.a. 1 cm á þykkt, þarf nú ekki að vera svona nákvæmt).

5.  Látið skammhliðina snúa að ykkur og skerfið svo deigið í bita (mjög þægilegt að nota pizzahníf), fyrst skerfið þið í tvennt langsöm og svo í 12 bita þversöm.

6.  Takið svo bitana og rúllið þeim upp (sjá myndir í fyrra bloggi) og raðið þeim í þéttar raðir (ættu að verða 3 sæmilega stór brauð) á plötuna.  Athugið að á þessu stigi getið þið sett deigið einfaldlega í plast og fryst í allt að þrjár vikur).

7. Setjið brauðið að lokum inn í opninn og bakið þar til það er orðið gullið, í ca. 18-20 mínútur (ef frosið þá í ca. 25 mín við aðeins lægri hita).  Þegar brauðið er tilbúið þá er það tekið út úr ofninum, penslað með mýktu smjöri og svo salti dreift ofan á (eftir smekk).

Njótið!

Ummæli