Mini-tilraunaeldhús 3 - Gervi-lasagna

Skellti í það sem ég kalla gervi-lasagna í kvöld.  Ég kalla það gervi einfaldlega vegna þess að í fyrsta lagi nota ég ekki lasagnaplötur heldur makkarónur og ég nota ekki kotasælu eða neina ostasósu, heldur eingöngu rifinn ost, sem sagt einfalt, gott, þægilegt, og síðast en ekki síst fljótlegt.

Ég hef gert þennan rétt nokkrum sinnum, en langaði að breyta svolítið til (festist alltaf svolítið í sömu kryddtegundunum) og ákvað þess vegna að prófa einfalda chili uppskrift úr bókinni The pioneer woman cooks, bara svona til gamans. Mæ og mæ hvað þetta heppnaðist vel! Er að borða meðan ég skrifa þetta og nammi namm, mæli með þessu :-)

Rétturinn er mjög einfaldur eins og áður sagði.  Byrjaði á því að setja vatn í pott og láta suðuna koma upp, setti svo makkarónur út í og sauð samkvæmt kúnstarinnar reglum.

Svo var það kjötið og kryddið:
2-3 hvítlauksgeirar
1 tsk oregano
1 msk malað cumin
1/4 tsk cayenne pipar
2 msk chili pipar (notaði þurrkaðan chilli sem ég muldi)
400 gr kjöt
1 tsk salt
3 tómatar (saxaðir)

Svo var framkvæmdin eftirfarandi ... 

Hér er uppskriftin fyrir kjötið

Sauð makkarónurnar

Kryddið saman komið á einum stað (girnilegt ekki satt?)

Kjötið og hvítlaukurinn settur á 
heita pönnu og steikt saman

Tómatarnir saxaðir - nammi nammi tómatar :-)

Kryddinu og tómötunum bætt út 
á kjötið og hvítlaukinn og hrært saman ...
Skellti svo smá vatni (ca. 1/2 dl) út á pönnuna ...
Lét svo krauma í ca. 5 mínútur

Á meðan kjötið kraumaði smurði ég formið
og skellti svo kjöti í botninn

Makkarónur komu svo ofan á kjötið ...

og svo rifinn ostur ofan á makkarónurnar ...

Þetta var svo endurtekið þangað 
til formið var orðið fullt og þá var því 
einfaldlega skellt inn heitann í ofninn (~200°C)

Svo er það þetta frábæra, rétturinn þarf bara að vera
örstutt inn í ofninum þar sem að allt er í raun tilbúið, 
þarf bara að leyfa ostinum að bráðna :-)

Já, mun svo sannarlega nota þessa kryddblöndu aftur, cumin-ið kemur mér alltaf jafn skemmtilega á óvart, mæli með því!  Verð svo að viðurkenna að ég nota svo tómatssósu með þegar ég borða þetta, bara af gömlum vana - bragðast alltaf jafn vel með :-) 

Mæli með þessum rétt við öll tækifæri, sérstaklega reyndar svona hversdags og sérstaklega þegar hugmyndin er að taka með sér e-ð gott að borða í hádeginu daginn eftir, eins og planið er hjá mér!

Meira síðar.

Ummæli

lísbet sagði…
ætla að gera svona við fyrsta tækifæri!!!
Vestfirðingurinn sagði…
Snilld, láttu mig endilega vita hvernig smakkast :)
Lena sagði…
Ji, en girnilegt! Þetta ætla ég að prófa eða láta Steinþór gera ;)
Gróa sagði…
Þetta er mjög skemmtileg síða hjá þér Albertína, og mjög ginilegt, ég á greinilega oft eftir að kíkja á þessa síðu. Til hamingju flott hjá þér.
Vestfirðingurinn sagði…
Lena, mæli svo sannarlega með þessu og ótrúlega lítið mál að gera þetta :)

Takk fyrir kærlega Gróa, virkileg hvatning til að halda áfram! :)