Langaði að deila því með ykkur að ég keypti mjög áhugaverða bók í dag. Bókin heitir Svanurinn minn syngur, Ljóð og líf skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur sem tekin var saman af Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur, sagnfræðing og bæjarfulltrúa. Í bókinni er sagt frá, eins og fram kemur í titli bókarinnar, lífi og ljóðum Höllu Eyjólfsdóttur en hún var skáldkona frá Laugabóli í Ísafirði.
Ástæða þess að mig langaði að deila þessum kaupum mínum með ykkur er að í þessari bók fann ég mér tvö ný uppáhaldsljóð. Annað þeirra heitir Hvað býr í stjörnunum? og hitt heitir Sól í sál og eru þau bæði alveg virkilega falleg. Öll hin eru auðvitað falleg líka, en eitthvað við þessi tvö greip mig strax við fyrsta lestur og langar mig því að deila þeim hér með ykkur.
Ég vil ítreka að bæði þessi ljóð má finna í bók Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur sem heitir Svanurinn minn syngur, Ljóð og líf skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur sem gefin var út árið 2008, en mín prentun er önnur prentun árið 2010 og ég hvet ykkur eindregið til að fjárfesta í þessari góðu bók því hún er virkilega góð aflestrar :-)
Meira síðar.
Ástæða þess að mig langaði að deila þessum kaupum mínum með ykkur er að í þessari bók fann ég mér tvö ný uppáhaldsljóð. Annað þeirra heitir Hvað býr í stjörnunum? og hitt heitir Sól í sál og eru þau bæði alveg virkilega falleg. Öll hin eru auðvitað falleg líka, en eitthvað við þessi tvö greip mig strax við fyrsta lestur og langar mig því að deila þeim hér með ykkur.
Hvað býr í stjörnunum?
Ég stari svo hugsandi kvöld eftir kvöld
á kvikandi grúa af stjarnanna fjöld,
því enginn veit enn hvað þær geyma.
Ó, gæti ég lyft mér og litið þar inn
og leitað hvort framliðni hópurinn minn
á nú í einni þar heima.
Og finndi ég vinina framliðnu þar,
ég fengi við daglegri spurningu svar
um stefnuna ljóssins að löndum,
um vaxandi þroska og viskunnar afl,
hvort væri allt lífið sem einskonar tafl
í eilífum almættis höndum.
---
Sól í sál
Heimsins klungur köld
verða löng og leið
lífið glæpagjöld
dauðinn nöpur neyð
ef ei þekkir þú
drottins milda mál
eina trausta trú,
vanti sól í sál.
Þó af miklum móð
fjöllin sterk og stór
hvæsi gneista glóð
sprengi klettakór,
orka mestu má
kyndir björtust bál
göfug, heit og há
kærleiks sól í sál
Ég vil ítreka að bæði þessi ljóð má finna í bók Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur sem heitir Svanurinn minn syngur, Ljóð og líf skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur sem gefin var út árið 2008, en mín prentun er önnur prentun árið 2010 og ég hvet ykkur eindregið til að fjárfesta í þessari góðu bók því hún er virkilega góð aflestrar :-)
Meira síðar.
Ummæli