Mini-tilraunaeldhús

Vegna anna síðustu vikurnar hefur því miður farið lítið fyrir tilraunaeldhúsinu hér í bæ.  Stefnan er þó sett á að bæta úr því í vikunni.

Hins vegar skellti ég í smá mini-tilraunaeldhús fyrr í vikunni, þar sem ég prófaði morgunverðarbollur til að taka með á meirihlutafund.  Þær heppnuðust ágætlega, held samt ég hafi haft þær aðeins of lengi inni og að þær hefðu orðið töluvert betri með smá smjöri - en hef það í huga næsta :)

Þessar bollur voru reyndar skemmtilega einfaldar í framkvæmd ...

Uppskriftina fékk ég úr þessari bók, blandaði reyndar tveimur saman

Byrjaði á því að steikja beikonið 

Svo var smjör brætt ...

Hveiti, paprika og fleira sniðugt

Tvö egg, mjólk ... blandað í smjörið

Þeytt saman ...

Þurrefnunum svo blandað saman við eggjamjólkurblönduna ...

Skar svo ost í bita ...

Setti smá deig í botninn á hverju formi 
og svo beikon og egg ofan á ...

Svo smá deigsletta þar ofan á og inn í ofninn :)

Voilá - morgunmatur í formi!

En hvað er morgunmatur án smá sætinda? Það verður að viðurkennast að þessi uppskrift fellur ekki undir tilraunaeldhúsið þar sem hún er margprófuð á þessu heimili, en hún er alltaf jafn góð og alveg hreint fáránlega einföld og tekur ca. 20 mínútur að gera deigið og taka nýbakaðar súkkulaðibitakaramellukökur út úr ofninum. Mæli með þeim við hvaða tækifæri sem er.

Uppáhaldsbókin þessa stundina

Karamellusprengjur

Hakkaðar

Púðursykur, smjör og sykur

Eggjum bætt við

Allt saman hrært saman og úr verður deig ...

Hveiti og matarsódi sigtað saman

Þurrefnunum blandað út í smjörsykurdeigið ... 

og úr verður þetta fallega deig ...

Súkkulaðinu og karamellunni er svo blandað út í ...

og deigið er tilbúið :)

Deiginu er svo skellt á plötuna ...

og inn í ofn í 10 mín 
og út koma bestu súkkulaðibitakökur í heimi :)

Meira síðar.







Ummæli

Edda sagði…
Sjúklega djúsí allt saman.
Vestfirðingurinn sagði…
Já og geggjað gott :)
Hrefna sagði…
Mmmm... Mig langar að smakka þessar kökur :) Áttu nokkuð uppskriftina á tölvutæku formi?
Vestfirðingurinn sagði…
Minnsta málið Hrefna, sendi hana á þig :)