Það er nú svo að þó það sé gaman að prófa nýtt, er stundum er best að halda sig við það sem er gamalt og gott :-) Það á til að mynda við um laugardagspizzuna, eða svo hélt ég lengi vel. Langt fram á fullorðinsaldurinn harðneitaði ég að stunda nokkra tilraunastarfsemi með pizzur, pepperoni, pylsur, hakk og e-ð smávægilegt eins og sveppir, bananar og laukur með var í lagi - en ekkert annað!
Það breyttist þó á síðasta ári þegar ég hreinlega átti ekkert kjötmeti ofan á pizzu, langaði eiginlega ekki í kjöt reyndar í ofanálag þá ákvað ég að prófa að nota einfaldlega það sem ég átti inn í ískáp. Þar leyndist sæt kartafla, paprika, laukur og sveppir, auk þess sem ég átti ananasdós og ólívur. Þessu skellti ég ofan á pizzuna og mæ ó mæ hvað hún var góð! Eftir þetta hef ég verið mun óhræddari við að stunda tilraunastarfsemi með laugardagspizzuna og er nú komið svo að ég er í raun hætt að gera þessar gömlu hefðbundnu, nema auðvitað að það séu að koma börn eða unglingar í mat :-)
Ég skellti í eina laugardagspizzu áðan og svona tókst til ...
Það breyttist þó á síðasta ári þegar ég hreinlega átti ekkert kjötmeti ofan á pizzu, langaði eiginlega ekki í kjöt reyndar í ofanálag þá ákvað ég að prófa að nota einfaldlega það sem ég átti inn í ískáp. Þar leyndist sæt kartafla, paprika, laukur og sveppir, auk þess sem ég átti ananasdós og ólívur. Þessu skellti ég ofan á pizzuna og mæ ó mæ hvað hún var góð! Eftir þetta hef ég verið mun óhræddari við að stunda tilraunastarfsemi með laugardagspizzuna og er nú komið svo að ég er í raun hætt að gera þessar gömlu hefðbundnu, nema auðvitað að það séu að koma börn eða unglingar í mat :-)
Ég skellti í eina laugardagspizzu áðan og svona tókst til ...
Áleggið tilbúið - það sem var til í skápunum
Gott heimatilbúið deig gerir gæfumuninn
Sósan og oregano komið á botninn
Sætu kartöflunni raðað á
Hér er restin af álegginu komin á - dreift jafnt yfir
Að lokum osturinn og nýmalaður svartur pipar þar ofan á :-)
Pizzunni er svo skellt inn í ofninn og ...
Voilá - kvöldmaturinn tilbúinn!
Meira síðar.
Ummæli
Kveðja
Hildur Inga