Byrjuð aftur að blogga

Já, hef ákveðið að byrja aftur að blogga og nú á þessum vettvangi.  Sjáum til hversu dugleg ég verð, en til að byrja með ætla ég fyrst og fremst að fjalla um "tilraunaeldhúsið" mitt þar sem ég mun prófa ýmsar uppskriftir af handahófi og segja frá reynslu minni af því sem ég prófa í hvert skipti :)

Vonandi verður þetta skemmtilegt aflestrar, en svo mun ég auðvitað þess á milli setja inn myndir sem áður og jafnvel röfla um hitt og þetta þegar vel á við.

Fyrsta bloggið úr tilraunaeldhúsinu kemur vonandi seinna í dag, en ég er þessa stundina að hlaða inn myndum.

Þangað til getið þið notið haustlitanna á Ísafirði ...





Meira síðar.

Ummæli