Stir-fry núðlur með nautakjöti og brokkolí

Það er fátt sem mér finnst betra þessa dagana en góður núðluréttir. Ég skellti í einn slíkan um daginn með nautakjöti og brokkolí sem var virkilega góður og ekki skemmdi fyrir að hann var nokkuð einfaldur í framkvæmd líka.

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1 dl soyjasósa
1 dl kjúklingasoð
2 msk hrísgrjónaedik
3 msk púðursykur
3 hvítlauksgeirar
1 msk sesam olía
1 msk maízanamjöl
1 msk ferskt engifer
1 msk Siracha sósa

2 msk matarolía
500 gr nautagúllas eða nautakjötsbiti
1 haus brokkólí
1 rauð paprika

Tók fram skál og setti í hana soyjasósuna,
kjúklingasoðið, hrísgrjónaedikið, 
púðursykurinn, hvítlauksgeirana (saxaðir),
sesamolíuna, maízanamjölið, saxað
engifer og siracha sósuna. 

Blandaði öllu vel saman og setti til hliðar.

Tók svo fram nautakjötið. Ég notaði 
einfaldlega gúllas sem ég skar í enn
minni/þynnri bita. Gúllas er tiltölulega
ódýr leið og hentar ágætlega í svona
rétti þó að auðvitað séu ýmsir aðrir hlutar
nautsins betri.

Tók svo fram stóra pönnu og steikti 
kjötið ásamt smá salti og pipar.
Setti kjötið svo aftur í skál og setti til
hliðar á meðan grænmetið var undirbúið.

Svo var bara að taka brokkólíið og
skera í bita og sömuleiðis paprikuna
og skera í sneiðar. 

Svo var bara að setja smá olíu á pönnuna
og steikja í 1-2 mínútur eða þar til
brokkólíið verður skærgrænt. Setti svo
hálfan dl af vatni og lok á pönnuna og
leyfði grænmetinu að mýkjast í 2-3
mínútur í viðbót. 

Hellti svo sósunni út á grænmetið og
leyfði suðunni að koma upp. 

Þá var bara að bæta kjötinu út á pönnuna. Leyfði
blöndunni að sjóða í 3-5 mínútur eða þar til 
blandan var farin að þykkna aðeins.

Á meðan blandan þykknaði sauð ég
pott af núðlum og bar fram ásamt
kjötinu. 

Eins og áður sagði - mæli með þessu :) Bragðgott, einfalt og þægilegt ... þarf nokkuð að segja meira? :)

Meira síðar.

Ummæli