Eldheitur Smoothie

Skellti í virkilega góðan smoothie í morgun. Ég hafði smá efasemdir um að þetta færi vel í maga enda slatti af cayennepipar í þessu en namm hvað þetta var alveg hreint ágætt :-)

Uppskriftin endaði svona ...
1 poki (100 gr) af jarðaberja-, bláberja- og bananablöndu.
1 banani
3 dl vatn
1/4-1/2 tsk cayenne pipar
1 msk chiafræ
1/2 tsk hlynsýróp

Þetta var nú kjánalega einfalt ...
skellti frosnu ávöxtunum  í glasið.

Braut bananann og setti í glasið líka ...


ásamt cayenne pipar ...

og chiafræjum ...

vatni ...

og sýrópi. 
Notaði svo bara töfrasprotann til að hnoða öllu saman.

Voilá - fínasti morgundrykkur á bæjarráðsfundi.

Meira síðar.

Ummæli