Kartöflu rösti og tófu með heimagerðri tómatsósu

Ég skellti í smá grænmetisrétt með tofu um daginn og ég verð að viðurkenna að hann var ótrúlega góður. Sérstaklega var tómatsósan hrikalega ofsalega góð og ég mun örugglega gera hana aftur, en ég mun reyndar alveg örugglega gera réttinn í heild aftur, því þetta var eiginlega bara mjög skemmtilegur réttur, lúkkaði vel og bragðaðist enn betur.

Uppskriftin var eftirfarandi ... fyrir þrjá

2 msk Tamari sósa
1 msk glært hunang
2 hvítlauksgeirar
4 cm ferskt engifer
1 tsk matarolía eða sesamolía


500 gr (einn kubbur) tofu
4 stórar kartöflur
Matarolía
Salt og pipar

1 msk ólífuolía
8 tómatar

Byrjaði á að taka fram fat og setja tamari sósuna í það

ásamt hunanginu auðvitað og sesam olíunni

Reif niður engiferið og setti út í fatið

ásamt hvítlauknum. Notaði gaffal til að blanda öllu saman.

Skar tofu-ið í litla bita og setti svo út í fatið.

Blandaði öllu saman ...

og setti plast yfir og setti inn í ískáp.  Þar var þetta í 
sirka fimm tíma, en klukkustund ætti að duga. 

Setti kartöflurnar í pott og sauð í sirka 10-15 mínútur.

Afhýddi þær svo og reif niður.

 
og notaði svo fingurna til að móta litla klatta.

Steikti klattana svo á pönnu (með matarolíu)

þangað til þeir voru farnir að brúnast á hvorri hlið. 

Þá var að taka fram tofu-ið -  Hreinsaði mareneringuna
af tofu-inu og setti til hliðar til að nota síðar. 
Skellti tofu-inu svo í í stærra form og dreifði vel úr því. 
Skellti svo inn í ofn við 200°C og í sirka 15-20 mínútur. 

Á meðan tofu-ið var bakast þá var að búa til tómatsósuna.
Saxaði tómatana og skellti ofan í pott ásamt ólífuolíunni.

Svo var bara að leyfa þeim að byrja að hitna aðeins ...

og hella svo restinni af mareneringunni út í (sleppa
engiferinu, en reyna að ná mest af sósunni samt :-)

Svo var bara að leyfa þessu að malla í sirka 10 mínútur
eða þar til tómatarnir voru orðnir maukaðir.

Hellti svo sósunni í sigti og leyfði henni að 
drjúpa ofan í skál ...

þannig að úr varð þessi líka fallega tómatsósa. 

Þetta var svo borið fram, kartöflurösti og tófu
með heimagerðri tómatsósu og smá rúkóla :-)
Skellti svo smá dukkah yfir, en það er líka óhætt
að mæla með því að nota til dæmis sesamfræ.

Þetta var eiginlega alveg rosalega gott, tófú-ið var bragðgott, rösti-ið gott en tómatsósan var algerlega punkturinn yfir i-ið sem algerlega gerði réttinn og batt þetta allt saman í eitt snilldar bragð :-)

Meira síðar.

Ummæli