Bananapæ

Hugsið ykkur - næstum liðið ár síðan ég byrjaði á þessu tilraunaeldhúsi - tíminn flýgur svo sannarlega þegar gaman er!  Í tilefni af þessu ári þá er ég búin að stofna Facebook-síðu þar sem þið getið fylgst með uppfærslum á blogginu - endilega gerist aðdáendur ef þið eruð það ekki nú þegar :-)

Nema hvað, vegna ársafmælisins ætla ég að vera alveg extra dugleg að blogga næsta hálfa mánuðinn og vera með stórt tilraunaeldhús í október ... spennó!  Ef þið hafið e-r hugmyndir að þema þá endilega kommentið!

Annars skellti ég í kökuboð á sunnudaginn, gerði bananapæ og tilraun til að búa til Subway-smákökur sem heppnaðist barasta ágælega - kemur inn síðar í vikunni :-)  En mig langar að deila með ykkur bananapæinu sem heppnaðist svona líka vel ...

Lítur vel út ekki satt?

Uppskriftin var eftirfarandi ... 
Botninn
11-12 Graham's crackers
1 tsk sykur
4 msk smjör

Fyllingin og marengs
85 gr suðusúkkulaði
4 dl + 2 msk nýmjólk
4 stór egg
Tæplega 2 dl + 80 ml sykur
1/2 tsk vanilludropar
1/2 dl maízanamjöl
2 msk kalt smjör
2 bananar
1/4 tsk cream of tartar

Byrjaði á að skella kexkökunum í matvinnsluvélina

ásamt smá sykri

og hakkaði allt vel saman

Bætti svo smjörinu út í 

og hakkaði þangað til þetta var farið að líta út eins og
grófur blautur sandur :-)

Smurði svo pæformið fína og hellti grófa 
blauta sandinum ofan í

Notaði svo bara bakhliðina á skeið til að móta botninn
og skellti honum svo inn í ofn við 180°C í u.þ.b. 10 mín.
Ætlaði svo að fara að undirbúa fyllinguna en uppgötvaði
þá mér til skelfingar að ég hafði auðvitað gleymt
að kaupa mjólk!  Það var því lítið hægt að gera annað 
en að stökkva út í Samkaup og redda málunum.

Á meðan varð til þessi yndislegi botn til - örlítið gullinn
alveg eins og hann átti að vera.

Þá var bara að skella mjólkinni (4 dl) í djúpa pönnu 
og leyfa suðunni að koma upp

Á meðan suðan var að koma upp skellti 
ég eggjarauðunum í skál ...

ásamt tæpum 2 dl af sykri ...

og auðvitað vanilludropum 

og þeytti vel og vandlega með handþeytara ...

eða þangað til blandan var orðin létt og ljós 

Bætti svo út í maízanamjölinu ... þeytti betur saman 

og hellti svo heitri mjólkinni saman við og þeytti enn meira

Hellti svo blöndunni í pönnuna við meðalhita

og þeytti reglulega þar til búðingurinn var farinn að þykkna

Þegar hann var orðinn vel þykkur skellti ég smjörinu (2 msk)
út í pönnuna og hrærði meira 

og hrærði enn meira þangað til þetta leit silkimjúkt út.

Að lokum hellti ég búðingnum í sigti og lét hann síga
í gegnum sigtið ofan í aðra skál

Setti búðinginn svo til hliðar og leyfði að kólna
en hrærði nokkuð reglulega í honum

Tók litla skál og setti í hana súkkulaðið og 2 msk mjólk

Skellti skálina í örbylgjuna og hrærði með skeið til að
blanda þessu vel saman.

Hellti súkkulaðiblöndunni svo ofan í botninn
og dreifði vel úr henni.

Þá var lítið annað eftir en að sneiða niður bananana

Skar þá frekar þunnt, sirka 1/2 cm

og raðaði þeim svo snyrtilega ofan á súkkulaðið 
(það var reyndar algerlega tilgangslaust að gera þetta
snyrtilega þar sem þeir sáust aldrei aftur :-)

Hellti svo búðingnum ofan á.
Hér er svo gott að leyfa pæinu að jafna sig í sirka
klukkustund, ég gaf því 15 mínútur - held það
hafi nú ekki skaðast mikið við það :-)

Þá var bara allra síðast að búa til marengsið.
Byrjaði á að taka fram stóra glerskál (finnst best
að gera marengs í gleri) - og skellti í skálina
4 eggjahvítum

Svo var bara að þeyta þeyta og þeyta

Fyrst þangað til þetta leit svona út ...

Þá var að bæta út í cream of tartar

og sykrinum (fyrst 40 ml) og þeyta vel þangað til
þetta var orðið alveg hvítt

Þá setti ég restina af sykrinum (aðrir 40 ml) 

og þeytti heillengi þar til þetta var orðið vel stíft.

Hellti þá úr skálinni ofan á pæið og notaði svo 
aftur skeið til að dreifa vel úr og gera fínt.

Skellti pæinu svo inn í ofn við 190°C í sirka 7 mínútur
eða þangað til þetta var orðið svona  fallega gullið!

Svo var bara að leggja pæið út í gluggakistu og leyfa því að kólna - varð hugsað til allra teiknimyndanna þar sem ilmurinn af pæjunum leggur út um gluggana og var ósköp fegin að vera á þriðju hæð þannig að það var engin ætta á að einhver Tommi eða Jenni kæmu og stælu pæinu :-)

Þetta reyndist virkilega gott og óhætt að mæla með þessari við öll tækifæri! 

Meira síðar.

Ummæli

Guðrún sagði…
oh ég ætla að gera svona og hentusmjörskkuna fyrir afmælissaumó hjá mér á fimmtudaginn :)
Nafnlaus sagði…
Hvað á að vera mikið maizenamjöl ??
Vestfirðingurinn sagði…
1/2 dl :) takk fyrir ábendinguna!