Tilraunaeldhúsið - Forréttur: TexMex súpa og Belízkt brauð

Þá er komið að forréttinum, sem eins og áður hefur komið fram var borinn fram nokkuð seint eða raunar upp úr kl. 23.00.  En það er einmitt snilldin við alla réttina í þessu tilraunaeldhúsinu, ég gat gert eftirréttinn kvöldið áður og hann beið bara rólegur út á svölum og bæði forrétturinn og aðalrétturinn voru þannig úr garði gerðir að því lengur sem þeir suðu því betri urðu þeir ... hljómar vel ekki satt? :-)

Nema hvað.  Í forrétt var TexMex súpa eða þ.e. Suður-Amerísk súpa úr rauðum nýrnabaunum, með avocado salsa og hún var eiginlega alveg hreint hrikalega góð.  Hún var bragðsterk, og einhvern veginn öðruvísi en aðrar svona súpur sem ég hef smakkað hingað til, get eiginlega ekki líst því en hún var hreinlega bragðgóð og gerði þar avocado salsað líka heilmikið, en það var sett út í súpuna.  Mmmm... fæ vatn í munninn við minninguna!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
2 msk ólífuolía
2 laukar, smátt skornir
2 hvítlauksgeirar, skornir
2 tsk malað cumin
1/4 tsk cayenne pipar (ég setti aðeins meira, líklega nær 1/2-1 tsk)
1 tsk paprika
1 msk tómatpúrra
1/2 tsk oreganó (setti aðeins meira - líklega nær 1 tsk)
400 gr hakkaðir niðursoðnir tómatar
800 gr niðursoðnar rauðar nýrnabaunir
900 ml vatn
Salt og pipar
Tabasco sósa (fyrir þá sem vilja enn meiri hita)

Avocado salsað
2 avocado
1 lítill rauðlaukur, fínt skorinn
1 grænt chilli, fínt skorið
Ferskur kóríander, ca. 1-2 msk
Limesafi úr einu lime-i

Ég gerði eina og hálfa uppskrift, og þ.a.l. 3 laukar :-)

sem voru skornir smátt

Hvítlaukurinn tilbúinn til marnings

Laukur og hvítlaukur, tékk!

Þá var að skera rauða chilli-ið

Á meðan steiktust laukarnir á pönnunni ...

Bætti svo tómatpúrrunni út í þegar laukarnir voru farnir 
að mýkjast ...

Eftir að hafa hrært tómatpúrrunni saman við laukana,
bætti ég við oreganóinu og svo baununum, tómötunum ...

og svo að lokum vatninu :-)

Leyfði suðunni að koma upp og lét hana malla í 15-20 mín.

Á meðan dundaði ég mér við að skera grænmetið í 
avocado salsað, fyrst avocado-ið ...

Svo rauðlaukinn og chillí-ið ...

og að lokum kóríanderinn ... setti svolítið vel af honum,
enda er hann svo góður :-)

Þegar súpan var búin að malla vel og lengi skellti ég henni
í matvinnsluvélina og "saxaði" súpuna þannig að þetta
varð allt vel blandað saman

Þreif pönnuna meðan súpan var í matvinnsluvélinni
og skellti súpunni svo aftur í nú hreina pönnuna,
þá var tímabært að skella restinni af kryddunum út í
og smakka svo til hvort þurfi meira krydd eftir smekk

Leyfði súpunni svo bara að malla við lágan hita, eða 
allt þar til gestirnir voru mættir ... er algerlega á því
að súpan hafi bara batnað við að malla aðeins lengur

Súpan sló í gegn, þó hitinn hafi verið töluverður - avocado salsað sem var sett út í gerði þó mikið til að vega upp á móti hitanum ... mmm... hrikalega var þetta gott :-)

Þar sem það var súpa í forrétt og aðalréttur með sósu þá varð ég auðvitað að gera brauð, og brauðið sem varð fyrir valinu var frá Belize.

Uppskriftin var eftirfarandi ...
3 dl (1 dós) kókosmjólk
10 dl hveiti
1 dl matarolía
2 msk sykur
1 dl heitt vatn
2 tsk ger
1 tsk salt
2 tsk sykur

Setti heitt vatn í desilítramál

Bætti sykrinum (2 tsk) út í ...

og gerinu ...

Notaði svo gaffal til að blanda vel saman og leyfði 
svo að standa meðan ég sigtaði hveitið

Sigtaði hveitið vel og vandlega ...

Gerið orðið vel lifandi :-)

Setti svo kókosmjólkina í skál

Bætti olíunni útí ...

og sykrinum (2 msk), skellti svo í örbylgjuna í 20 sek

Þetta leit svona út eftir þær sekúndur :-)

Hellti svo gerinu út á kókosmjólkurblönduna ...

Blandaði því svo saman með gaffli 

Hellti vökvanum svo út á hveitið ...

Spennandi!

Blandaði þessu svo vel saman með trésleif ...

vel og vandlega þar til deig var farið að myndast ...

En þá skellti ég því á borðplötuna ásamt hveiti og
hnoðaði í höndum þangað til almennileg kúla myndaðist

Þá var ekkert annað að gera en að setja það í skál ...

og leyfa því að tvöfaldast í hefingu ...

Kýldi það svo niður og hnoðaði aftur 

Skipti deiginu svo í tvennt ...

og setti á ofnplötuna og leyfði að hefast aftur ...
Skellti því þá inn í ofninn við blástur og 200°C

Þar bakaðist það í ca. 25 mínútur og leit svona vel út 
þegar það kom úr ofninum :-)

Brauðið reyndist svo bragðast enn betur, ótrúlega létt og ljóst og fór auðvitað alveg sérstaklega vel með þessum mat.  Það dró vel í sig vökva og var eiginlega algert sælgæti - mæli með því við öll tækifæri!

Aðalrétturinn kemur svo á morgun ... Jamaíkískt lambakurrý ...

Meira síðar.

Ummæli