Ítalía í öllu sínu veldi: Caffé, Formaggio e frutta: Ostabakki, Dolce: Tiramisu og Digestivo: Grappa

Það er engin máltíð fullkomnuð án eftirrétta og það er fátt betra en að fá sér osta og ávexti svona til að jafna aðeins meltinguna áður en haldið er í sætindin (dolce)!


Svo er engin máltíð fullkomnuð án þess að boðið sé upp á almennilegt kaffi :-)




En það mikilvægasta er þó líklega blessaður eftirrétturinn sem kom síðastur og í þetta skiptið varð Tiramisú fyrir valinu, nokkuð sem ég var hrikalega tvístígandi yfir enda fannst mér hálf hallærislegt að vera með eitthvað jafn fyrirsjáanlegt og tiramisú ... en á móti kom tvennt: a) að tiramisú er hrikalega gott og b) ég gat gert það kvöldið áður :-)   Það er eiginlega líka c) alveg hrikalega auðvelt að gera það ... :-)

Uppskriftin er eftirfarandi ...
4 eggjahvítur
8 eggjarauður
300 gr flórsykur
700 gr mascarpone
Lítill peli rjómi
~1 msk koníak
400 gr kexfingur
250 ml mjög sterkt nýlagað kaffi, kælt
250 gr suðusúkkulaði, rifið
Kakóduft

Átta egg = Tékk!

Öllu saman skipt upp í skálar 

Eggjahvíturnar þeyttar

Stífþeyttar! :-)

Flórsykurinn og eggjarauðurnar þeytt saman ...

Þangað til létt og ljóst auðvitað :-)

Mascarpone ostinum var svo blandað varlega saman
við eggjarauðurnar ... best að hafa hann við stofuhita,
ég klikkaði á því en skuttlaði ostinum bara inn í 
örbylgjuna í eins og 10 sekúndur til að bæta úr því :-)

Öööörlítið konjakk og hræra vel saman ...

Þá er það rjóminn sem var stífþeyttur

Svona leit þetta út eftir að allur osturinn var kominn 
saman við eggjarauðusykurblönduna ...

Rjómi, eggjahvítur og eggjarauðuostablandan saman komnar

Skellti rjómanum fyrst saman við

Hrærði vel og varlega saman

Þá voru það eggjahvíturnar ... skálin var næstum of lítil :-)

En þetta hafðist allt saman og svona leit þetta út að lokum

Þá var bara að byrja að raða þessu saman ...
Byrjaði á að hella smá kaffi í botninn 

Var svo með góða hrúgu af ladyfingers

og raðaði þeim snyrtilega í botninn ... penslaði þá svo
með meira kaffi :-)

Skellti svo vænum skammti af ostablöndunni ofan á ...

Dreifði svo rifnu súkkulaði ofan á og sigtaði kakó 
sömuleiðis ofan á ...  Tók þessa mynd svona til að 
minna mig á að það er ekki sniðugt að taka hrúgu af
súkkulaðispæni í hendina
Note to self: Súkkulaði bráðnar!

Svo var bara að skella á annari umferð af ladyfingers 

og pensla auðvitað með kaffi ... :-)

Dreifa svo yfir góðu lagi af sigtuðu kakói og
auðvitað rifnu súkkulaði!

Svona leit þetta út að lokum, lúkkar vel ekki satt? :-)

Fátt betra samt en að borða með góðum vinum!


Grappa að lokum :-)

Þetta reyndist vera hið skemmtilegasta kvöld með góðum mat og enn betri vinum.  Sjálf verð ég að vera sammála því að lærið var eiginlega best og eiginlega það gott að þetta verður jafnvel nýja uppáhaldsaðferðin mín til að elda lamb - verður alveg örugglega endurtekið!

Tiramisúið heppnaðist reyndar líka virkilega vel og voru margir sem nefndu það einnig sem hápunkt kvöldsins, ég var mest stressuð í raun yfir því enda þekkja það allir og hafa allir miklar skoðanir á hvernig það á að smakkast og líta út - held það hafi þó flestir verið sæmilega sáttir og a.m.k. þótti mér það voðalega gott :-)

Hvað segið þið annars lesendur góðir, hvaða þema viljið þið sjá næst??

Meira síðar.



Ummæli