Kókosananasformkökur

Í tilefni þess að Hildur Inga vinkona var að koma í kaffi í dag ákvað ég að skella í uppskrift af formkökum.  Uppskriftin er úr bók frá The Hummingbird Bakery og hljómaði alveg hreint hrikalega spennandi og nammi namm, ekki urðu bragðlaukarnir fyrir vonbrigðum!


Uppskriftin er eftirfarandi (með smá breytingum frá sjálfri mér), gerir 12 formkökur:
2 dl hveiti
1 1/2 dl sykur
1 1/2 tsk lyftiduft
Örlítið salt
40 gr smjör, mýkt
1 dl kókosmjólk
1 tsk vanilludropar
1 egg
1 dós ananaskurl
Kókosmjöl (til að skreyta)

Kremið
4 dl flórsykur
80 gr smjör, mýkt
3 msk kókosmjólk

Hveiti ...

Sykur ...

og smjör sett saman í skál ...

og hrært saman með handþeytara þangað til allt hefur
blandast saman, og smjörið komið í litla bita

Blanda saman kókosmjólkinni og vanillunni

og hella saman við hveiti/smjörblönduna

Hræra vel og bæta svo egginu við og hræra meira ...

Að lokum leit deigið svona út :-)

Ein dós ananaskurl, hellti safanum af

Notaði svo teskeið til að setja ananaskurlið í 
botninn á formunum, dreifði því jafnt á milli 

Notaði svo matskeið til að setja deigið í forminn, 
ofan á ananasinn - formin ca. 3/4 full
Skellti þeim svo inn í ofninn, blástur 170°C í 20-25 mín

Á meðan kökurnar voru í ofninum bjó ég til kremið
Fyrst var það flórsykurinn, sem átti auðvitað að sigta
en ég verð að viðurkenna að ég nennti því ekki
í þetta skiptið :-)

Smjörklípurnar komnar út í, hrærði svo vel og blandaði
sykrinum og smjörinu vel saman

Skellti svo kókosmjólkinni saman við og hrærði áfram

Hræra, hræra hræra í ca. 5 mín

Eða þangað til kremið var orðið létt og alveg hvítt ...

Þá voru kökurnar akkúrat tilbúnar, leyfði þeim að 
kólna aðeins áður en ég setti kremið á ...

Kremið komið á og dreifði svo kókosflögum yfir :-)

Virkilega góðar kökur og ananasinn í botninum reyndist vera alveg hrikalega góður, ótrúlega skemmtilegt hvernig ananasbragðið spilaði með sykrinum og kókosinum!  Ef ég hefði getað breytt e-u þá hefði ég líklega viljað hafa aðeins meira kókosbragð, en mmmm... hvað þær voru góðar ... Mæli svo sannarlega með þessum - passið ykkur þó, algerar bombur!! :-)

Meira síðar.

Ummæli

d sagði…
þessar myndir eru svo fallegar, þær hrista upp í bragðlaukunum á mánudagsmorgni
d sagði…
kveðja
Dóra Hlín
Nafnlaus sagði…
Jömmí!! Girnilegt hjá þér.
kv. Sigga
Vestfirðingurinn sagði…
Takk fyrir kæru vinkonur :)